Sameiningin - 01.05.1945, Page 16
96
samferðamenn margir frá upphafi vega. Hinir trúustu þjónar
Guðs hafa gengið þessa leið, og bergt hinn beiskasta þján-
inga bikar.
“Eigi hefir fram komið meðal þeirra, er af konum
eru fæddir, meiri maður en Jóhannes skírari”, — svo mælti
frelsarinn. Hver mun þó hafa búið við harðari kosti en hann?
Svo endar æviferill hans í bjargprísundinni í Makörus,
undir kastalanum, þar sem Herodes Antipas var að halda
upp á afmælisdag sinn með glaum og gleði; er ekki ólíklegt
að ómurinn frá hin(ni hávaðasömu drykkjuveizlu, ger-
spiltra hirðgæðinga Herodesar hafi borist niður í dimmu
heimkynni hans.
Hve lengi að Jóhannes hafði alið aldur sinn á þessum
stað, verður ekki vitað með vissu. Heimurinn fær aldrei að
vita hvað hann leið. Það er ekki skrásett á hina köldu
steinveggi fangelsisins; orðsending sú, sem hann gerði
frelsaranum með lærisveinum sínum sýnir berlega það
sálarstríð, sem Jóhannes átti í.
Fáir hafa verið meiri meinlætismenn en Páll postuli:
“vegna fangelsa, vegna hagga, vegna dauðahættu; af Gyð-
ingum hefi eg fimm sinnum fengið fjörutíu fátt í einu;
þrisvar verið húðstrýktur, einu sinni verið grýttur, þrisvar
liðið skipbrot, verið sólarhring í sjá; — vegna sífeldra
ferðalaga, vegna háskasemda í vatnsföllum, vegna háska-
semda af völdum ræningja, vegna hungurs og þorsta, kulda
og klæðleysis”, o. s. frv.
Liggur næst, að manni ofbjóði þessi frásaga úr ævi-
ferli postulans; oft hefir honum verið dimt fyrir augum,
að því er virðist.
Hvað er það þá, sem veitti Páli hugrekki til þess að
halda leiðar sinnar án þess að láta hugfallast?
Hann lætur engan í vafa um það.
“Mér er það að lifa Kristur og að deyja ávinningur.”
í þessu er fólgin ráðningin á æviferli postulans. Þess
vegna gat hann líka sagt: “Eg hefi barist góðu baráttunni,
hefi fullnað skeiðið, hefi varðveitt trúna.”
Saga þeirra, sem hafa með undirgefni og langlundar-
geði gengið undir krossinum, með Guð í hjarta og fyrir
augum, er saga ómælilega merkileg; munu og þær “kross-
ferðir” haldast við, eins og þær hafa gert frá upphafi vega.
Krossferðir manna líkjast oft göngu ferðamannsins;