Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1948, Síða 10

Sameiningin - 01.08.1948, Síða 10
104 S AMEININGIN hjartkærust vormerki, að saman hefir verið að draga meir og meir með kristnum deildum um allan heim. Þessi morg- unroði alheimskristni, hefir vakið þá von, að nýr dagur friðar og bræðralags sé að koma, særðu og kvíðandi mann- kyni til blessunar. Og þetta er ávöxtur kristinnar kirkju. — Stríðsreynslan lét okkur sjá þetta. En vér megum ekki gleyma, hverjir eru valdir að ávexti þessum, um yztu mörk jarðar. Það eru menn og konur, trúboðar segjum vér, en fyrst og fremst menn og Krists, að þeir gáfu líf sitt, starfandi fórnandi, deyjandi eins og hann, að þeir sem í myrkrinu sátu mættu sjá ljós. Ljós elsku Drottins í lífi Krists í lífi sínu eigin. Einstaklingsá- takið lyfti Grettistakinu fyrir aðstoð Guðs Föður og allur heimurinn skal af því blessun hljóta. Þennann fórnaranda út á við verður hver kristinn einstaklingur að þroska. Ekk- ert minna felst í kalli Krists til vor. “Hann býður ennþá farið, laðið, leiðið og leitið, kallið, biðjið þrýstið, neyðið. Mitt kærleiksdjúp á himinsvíðar hallir, í húsi mínu rúmast allir, allir”. Vakið og biðjið, að í smæð og veikleika vorum megum vér samt orka, fyrir Guðs náð, slíkum kraftaverkum mann- kyni til frelsunar. Það er að reynast trúr lærisveinsstarfi sínu. Það er að ávaxta sitt pund. Það er að rísa yfir smæðina, veikleikann og einstaklingsskapinn. Gefi Guð oss náð til þess. — ViShorfið hjá oss Söfnuðir kirkjufélags vors eru mjög dreyfðir um álfu þessa. Er það að vísu eðlilegt, því þar sem íslendingar eru /íokkur verulegur hópur ættu þeir að standa saman um kristin málefni, ekki sízt. Sumstaðar hafa söfnuðir dáið út þar sem þeir eitt sinn höfðu verið stofnaðir; og deyr þá venjulega alt íslenzkt starf hjá þeim hópi. Er hér því beint samband milli íslenzkra erfða og sjálfstæðs íslenzks félags- skapar og kristins starfs. Lengst lifir alt hið íslenzka þar sem við höfum söfnuði. En þar hafa söfnuðir haldist bezt við án þess að kyrkingur færi í starf þess, þar sem ekki var dregið um of að hefja notkun enskrar tungu í starfi og til-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.