Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1948, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.08.1948, Qupperneq 17
SAMEININGIN 111 Séra Valdimar J. Eylands og fjölskylda hans komin heim Vér fögnum því að séra Valdimar J. Eylands og fjölskylda hans eru nú farsællega heim komin, eftir árs dvöl á íslandi, og jafnlanga þjónustu í Útskála prestakalli, prestakalli séra Eiríks S. Brynjólfssonar. Jafnframt því að þjóna téðu prestakalli, þjónaði séra Valdimar einnig nágranna presta- kalli — Staðar prestakalli í Grindavík. — Þess utan mun hann hafa haldið uppi reglubundnum guðsþjónustum meðal ameríkönsku flugmannanna í Keflavík. Hann vakti á sér athygli manna fyrir óvenjulega atorku í prestsþjónustu. — Aðalprédikun flutti hann á Synódus-prestastefnu íslands, stuttu áður en hann fór að heiman. Vér bjóðum séra Valdimar og frú hans og börn, innilega velkomin heim til starfs og dvalar í heimahögum vorum hér vestra. ___________-i-_________ Samsæti var séra E S. Brynjólfssyni og frú Guðrúnu haldið á Fort Garry Hóteli, miðvikudaginn 21. júlí, undir stjórn forseta kirkjufélags vors, séra Egils H. Fáfnis, og að tilhlutun hans. — Viðstaddir voru nokkrir prestar kirkjufélagsins og framkvæmdarnefnd félagsins og konur þeirra. — Samsætið var ánægjulegt, og fór vel fram. — Ýmsir viðstaddir tóku til máls. Séra Egill H. Fáfnis ávarpaði heiðursgestinn fögrum orðum og vel viðeigandi, og skýrði frá að honum yrði send eintök af þeim bókum sem kirkjufélagið hefir gefið út, einnig Sálmabók árituð af þeim er viðstaddir voru. — Séra Sigurð- ur Ólafsson mælti nokkrum orðum til frú Guðrúnar Brynjólfsson. Vék hann að því að þau hjón bæði hefðu “komið, séð og sigrað”, — hvert á sinn hátt. Séra Eiríkur flutti fögur kveðjuorð og upplyftandi. —■ Vér þökkum þeim hjónunum dvölina vor á meðal. Hinn bróðurlegi og virki hlýi hugur sem einkennir þau bæði, færði oss hér vestra ánægju og gleði, sem varir — þó leiðir skilja. Hjartans þökk fyrir komuna og dvölina vor á meðal! S. Ólafsson.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.