Sameiningin - 01.11.1940, Side 9
135
að l'inna matsöluhús, sem ekki er líka bjórstofa. Þrásinnis
hefi eg séð velklætt kvenfólk yfir bjórglösum og ölvuð
kona er ekki lengur neitt nýmæli.
Snúum oss nú að öðru efni, sem er skyldara því, sein
sagt var um fjárkreppuna og hungursneyðina að ofan. Ef
til viil hefði eg átt að lcoma með það fyr. Það eru harin-
ltvæli auðkýfinganna í heiminum. Hinir fátæku og at-
vinnulausu hafa liðið mikið, en þó að einkennilegt megi
virðast, hafa hinir ríku liðið ennþá meira á þessari rauna-
tíð. Líklega veldur þetta engri hrygð vor á meðal. Það
er á meðvitund flestra, að þeir hafi fengið sín makleg
málagjöld og ekkert meira. Dómsdagur þeirra hlaut að
renna upp. Á þessuin síðustu áratugum hefir auðurinn
lent í hendurnar á örfáum mönnum. Sagt er að 90% aí
öllum eignum Bandaríkjanna sé í höndum 13% af öllum
borgurum landsins. Reynið að gjöra ykkur grein fyrir
þessu. Segjum að $1,000 og ekki meira, sé til í heiminum,
og eingöngu 100 menn, þá mundu, eftir þessum hlutföllum,
13 manns eiga $900, en 87 manns $100. Henry Ford hefir
þrásinnis hafnað $1,000,000,000 fyrir félag' sitt. Persónulega
á hann $300,000,000. Allar auðseignir hans og' félagsins
eru $1,300,000,000. Tekjur hans árið 1927 voru $200 á
mínútunni, $11,415 á klukkutímanum, $273,976 á dag og
$80,000,000 á árinu. J. D. Rockefeller stendur næsl Ford,
og Andrew Mellon er þriðji í röðinni. Það eru 15,000
miljónaeigendur í Bandaríkjunum; 20 þeirra eiga meira en
$100,000,000. Árið 1920 borguðu 513 manns skatt af árs-
tekjum yfir miljón dollara, en á sama tíma eru fleiri
hundruð þúsundir af fjölskyldum í þessu stórauðuga landi,
sem hafa inntektir fyrir árið, sem nema aðeins $500. Eftir
því hafa siimir tekjur, sem jafnast á við tekjur 2000 fjöl-
skylda. Væri blessuðum himnaföðurnum unt að lita á
þetta með velþóknunaraugum?
En hvernig hafa þessar miklu tekjur verið notaðar?
Einn auðkýfingurinn lét byggja íbúðarhús með 121 her-
bergi fyrir $7,000,000. I þessari höll bjó lítil fjölskylda,
en þar að auk átti hann annað heimili í Florida-ríki, sem
kostaði ennþá meira. Kona nokkur borgaði $600,000 fyrir
hálsfesti, $1,000 fyrir hattprjón, $15,000 fyrir leikhús-
ldki og $30,000 fyrir bifreið. Einn ríkismaðurinn lét
fullgjöra baðherbergi úr gulli og öðru dýru efni fyrir
$35,000. Annar maður eyddi $5,200 fyrir jarðarför uppá-
halds hunds. Húsmunir á heimilum miljónaeigenda eru