Sameiningin - 01.11.1940, Qupperneq 12
138
Biblíuimi. Veit ekki spekingurinn að maður mundi kaí’na,
hjarta manns mundi hætta að slá, ef maður ferðaðist 40
mílur á klukkustundinni.” Jæja! Svo mörg voru þessi
vísdómsorð Voltaires. Eg kom hingað í bil. Fimm far-
þegar voru með mér í förinni til Winnipeg. Þegar við fórum
yfir landamerkjalínuna á milli Saskatchewan og Manitoba
var okkur gjört heyrinkunnugt, að sé væri lögbrjótur í Mani-
tobafylki, sem ferðaðist yfir 50 mílur á klukkustund. Þessi
tilkynning gjörði mig hálf reiðan. Mér fanst 50 mílur vera
alt of hæg ferð, og ekki er eg reiðubúinn að sverja að aldrei
hafi eg brotið lögin á milli Roblin og Winnipeg. Nú ferðast
menn 300 og' jafnvel 400 m-ílur á klukkutímanum í loftinu
og enginn heilbrigður maður hefir ennþá kafnað og ekkert
heilbrigt hjarta hefir enn hætt að slá vegna þess hvað
hraðinn hefir verið stórkostlegur. Hvor reyndist heimskingi
í þessu tilfelli, Newton eða Voltaire? Hinn kristni og fróði
vísindamaður og Biblíutrúarmaður eða hinn guðlausi krist-
indómsafneitandi á Fralcklandi?
Að þekkingin hafi aukist stórkostlega í seinni tíð efast
enginn og' vér fögnum þeim miklu framförum. Henni hefir
fleygt fram með svo miklum hraða að oss sundlar, hugur-
inn riðar, þegar vér heyrum eitthvað um það.
En aðal tákn timanna er þó heimför Gyðinganna til
landsins helga. Ritningin er full af spádómum um það.
Það er tekið skýrt fram að vegna óhlýðni sinnar við Drottin
og boð hans, verði þjóðinni tvístrað á meðal allra þjóða; en
um síðir mun hún hverfa heim til síns rétta föðurlands,
endurreisa musterið, byggja nýjar borgir og bæi, rækta
jörðina og' njóta gæða landsins. Takið eftir þessum Ritn-
ingargreinum, sem eru aðeins örfáar af ótal mörgum:
“Drottinn mun dreifa þér meðal þjóðanna frá einu
heimskauti til annars (V. Mós. 28:64).
“Eyðimörkin og hið þurra landið skal gleðjast; öræfin
skulu blómgast sem lilja. Þau skulu blómgast ríkulega
og fagna unaði og gleði.” (Jes. 35:1).
“Óttast þú eigi, því að eg er með þér; eg kem með
niðja þína úr austri og' safna þér saman úr vestri. Eg' segi
við norðrið: Lát fram! og við suðrið: Haltu þeim eigi!
Flyt þú sonu mína úr fjarlægð og dætur mínar frá endi-
mörkum jarðarinnar.” (Jes. 43:5-6).
“Þeir munu byggja upp hinar fornu rústir, reisa af
nýju tóftir fyrri tíða, koma upp aftur eyddu borgunum,
sem legið hafa við velli í marga mannsaldra. (Jes. 61:4).