Sameiningin - 01.11.1940, Side 15
141
manna komið yfir á meginland Norður-Ameríku. Eyjar-
búar i'lytja smám saman til lands og setjast að í New York
margir og verða þar húsviltir kirkjulega. Eftir alvarlegri
beiðni frá eyjabúum hóf Sameinaða kirkjan heimatrúboð á
meðal blökkumanna af lúterskum ættum í Harlem. Hefir
sú tilraun gefist mætavel; þar er nú öflugur Svertingjasöfn-
uður vaxinn af þeirri rót, og alveg sjálfstæður efnalega.
Nefndin annast nú missíón á meðat blökkufólks í Long
Island líka. En víðar í Ameríku hefir hún ekki séð sér
fært að sinna þessum kynflokki. Veldur því efnaskortur.
Annað trúboð á Vestur-Indlands eyjum hefir nefndin
í umsjá sinni. Það er í Porto Rico. Þar er mesti urmull
af bláfátæku fólki, bæði hvílu o,g blökku, og hirðingin bág-
borin, andleg eðS stundleg, af hálfu þeirra sem betur mega.
Nefndin annast því bæði líknarstarf og mentun barna með
sjálfu trúboðinu. Starfsmenn eru flestir innfæddir Porto
Rica búar; sumir þeirra hafa fengið mentun í Bandaríkj-
unum. Stærsta missíónin er i höfuðborginni, San Juan.
Starfa þar átta vígðir kennimenn og átta leikmenn; þeir
hafa með höndum líknarstarfsemi, trúboð og kenslustörf.
Eignir þessa trúboðs eru metnar á hálft annað hundrað
þúsundir, en starfið kostar nefndina tuttugu og' fimm þús-
undir árlega.
Geta má þess, að á Virgin eyjum eru tveir lúterskir
söfnuðir, sem lengur hafa notað enska tungu í starfi sínu,
heldur en nokkur annar hópur af lútersku fólki í heiminum.
Og nú ryður enskan sér til rúms á eyjunum, sjálfsagt, síðan
þær komust undir Bandaríkjastjórn. 1 Porto Rico aftur á
móti er spánverskan ein um hituna eins og víðar á Vestur-
Indlands eyjum. Og þessi spánska missíón hefir nú skotið
upp fi'jóöngum yfir í New York, eins og átti sér stað um
Virgin evja trúboðið. Spánskur söfnuður er nú kominn
á fót í þeirri borg, á vegum Sameinuðu kirkjunnar. Fyrsti
vísirinn var hópur af lútersku fóllci frá Porto Rico, en
ávöxturinn er einn af stærstu söfnuðum Spánverja i New
York; og væri hann líkleg'a þegar orðinn sá langstærsti, ef
hann hefði eignast hæfilega kirkju.
Ymsai' deildir í lútersku kirkjunni hafa rekið trúboð
á meðal Indíána í fjöldamörg ár; en Sameinaða kirkjan
hafði engin ítök á því sviði, fyr en árið 1928, að hún varð
við áskorun frá Indíánafélaginu — Ncttionnl Indian Associa-
tion — og tók að sér kristilegt starf í Indíánahverfi vestur
í Montana. Það er all-stór bygð og er nú óðum að stækka,