Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1940, Page 17

Sameiningin - 01.11.1940, Page 17
143 missíónarfyrirtæki, annað í Virginíu, hitt í Norður Karolínu. Skólarnir veita ungmennum tilsögn í húshaldi, landbúnaði, heilsufræði, og' öðru því, sem allra nauðsynlegast er til manndóms og þrifa; og trúarleg uppfræðing er vitaskuld ekki látin sitja á hakanum. Trúboðið í Virginíuríki er eins manns verk, aðallega. Hann heitir Killinger og er ofl kallaður “fjallatrúboðinn.” Starfaði hann lengi á meðal fjallafólksins á eigin býti; en síðar tókust lúterskir söfnuðir á hendur að styrkja hann í starfinu. Verkið er nú undir umsjón heimatrúboðsins, eins og sagt var áður, og' hefir nefndin í hyg'gju að útvega Killinger aðstoðarmann, og ef til vill siðar meir að veita lækni styrk til að stunda þar verk sitt á meðal öreiganna. Önnur missíónarstöð er fjalla- söfnuðurinn Watauga-Boone. Sóknarpresturinn er styrktur af heimatrúboðinu, og samhliða því verki er heilbrigðisstöð, kostuð af tekjum sömu nefndar. Aðrir söfnuðir í þessum fjallahéruðum þiggja samskonar hjálp af nefndinni. Auk þessa starfs, sem lýst hefir verið, er undirbúning- ur trúboða i umsjá nefndarinnar að nokkru levti. í þvi skyni fengu prestaskólarnir lútersku í Saskatoon, í Lincoln og í Hancock, allmikinn peningastyrk úr heimatrúboðs- sjóði, en nú er sá liður starfsins kominn í umsjón nxenta- mála-nefndarinnar. Þó er heimatrúboðsnefndin alls ekki laus við það mál, því að trúboðar þurfa að vera sérfræð- ingar í ýmsum greinum — tungumálum ýmsum, lil dæmis — til þess að þeir geti notið sin á þeim stöðvum, sem þeir eru sendir til. f staðinn fyrir að styrkja skólana, þá veitir nefndin trúboðaefnum styrk til að læra sérstök tungumál, og aðrar mentagreinir, sem nauðsynlegar þykja til verksins á einum eða öðrum slað. Hún hefir Hka lánað trúboðum bækur, þegar ])eir gátu ekki sjálfir veitt sér nægilegan og hentugan lestrarforða. Nefndin hefir umráð yfir kirkjubyggingarsjóði, sem nemur hátt á aðra miljón dollara. Úr þeim sjóði eru missíónarstöðvum og fátækum söfnuðum veitt lán, sem nema fimm þúsundum að meðaltali, lil að reisa kirkjur. Lánið er endurborgað á fimtán árum og er rentulaust í fimm fyrstu árin. Reynt er að láta lánin koma sem allra bezt að notum. Nefndin setur tvö skilyrði þegar hún lánar þetta fé; húsið á að vera vel bygt og með fögru kirkjusniði, og söfnuðurinn sem byggir, má ekki reisa sér hurðarás um öxl, fjárhagslega. Hér hefir þá verið stuttlega skýrt frá þessu mikla

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.