Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1940, Síða 18

Sameiningin - 01.11.1940, Síða 18
144 starfi, seni heimatrúboð Sameinuðu kirkjunnar hefir með höndum. Það er svo fjölbreytt og risavaxið, að íslenzkum kirkjufélagsmanni stendur nærri þvi ógn af. En hvaðan fær nefndin fé til að koma öllu þessu i framkvæmd? Mikill hluti kemur úr árlegu samskotafé frá þeim kirkjufélögum, sem standa í Sameinuðu kirkjunni — apportionment fénu, sem flestir kannast við. úr þeirri átt fær nefndin fjögur hundruð þúsund á ári. Auk þess hafa einstakir menn lagt frarn stórgjafir til landskaupa, húsabygginga, og svo fram- vegis. Kirkjubyggingasjóðurinn mestallur er svo til kom- inn. Nefndin hefir og aðra sjóði, sem nema fjögur hundruð og áttatíu þúsund dölum, og arðberandi fasteignir, metnar á fjögur hundruð þúsundir. Auk þess hefir hún ýmsai' aðrar tekjugreinir. Ríkir söfnuðir taka að sér viss verk- efni, launa trúboða á einum stað, lækni á öðrum, eða ltennara. Sama gjöra tvö hjálparfélög: Trúboðsfélag kvenna, og Bæðrafélagið lúterska. Þau hafa orðið trúboð- inu að ósegjanlega miklu liði. Starfið i Alaska, til dæmis, og skólarnir tveii' í Virginíu, eiga þessum félögum lif sitt að launa. Okkur íslendingum ætti að vera það mikið hugðarefni, að vera komnir i svona röskan og stórvaxinn félagsskap. Gleðilegt að eiga von á liðveizlu, þar sem hennar er þörf; en þó ættu menn heldur að gleðja sig við þá tilhugsun, að við getum nú tekið okkar þátt, þó lítill sé, í þessum stór- virkjum. Þurfum að láta okkur farast manndómslega, með Drottins hjálp, þótt við séum “fáir, fátækir, smáir.” G. G. AÐVENTAN Enn á ný er jólafastan komin, aðventan (tilkoman). Enn á ný erum vér að húa oss undir það' að fagna komu Frelsarans á jólunum, friðarhöfðingjans. Og nú stendur yfir blóðug styrjöld. Hvernig getum vér haldið jól og sung- ið: “Friður á jörðu” þegar svo er ástatt? Má vera, að út af því ástandi, hvíli óvenjulega mikil alvara yfir jólahald- inu að þessu sinni. Skyldi sú alvara flytja menn inn í heim athugunar og bænar? Guð gefi það. Guð gefi mann- kyninu sanna aðventu.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.