Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1932, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.10.1932, Blaðsíða 7
243 og áttu því ekki andlega þörf á “vináttu” manns-sonarins. Þeir smá vöndust á neikvæÖa stefnu gagnvart honum, þrátt gegn hon- um og loks fullkomna þrjózku við hann og síðast hatur. Og eitt ámæli þeirra gegn honum var: “Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim.” Þá fanst fræðimannahópnum þetta afar hörð og þýðingar mikil sakargift gegn Jesú.—En hvað finst hinum bágstöddu og brotlegu nútíðarmönnum um þessa fornu ákæru sjálfbirginga og lærdómsmanna ?—Er hún ekki orðin guðspjall, oss veikum mönn- um óviðjafnanlegur gleðiboðskapur ? En oft verður gömul saga ný. Sízt verður því neitað, að and- úðin gegn Kristi relci enn ætt sína til Farísea og fræðimanna, sem Lúkas getur um. Hvort álas nútíðarinnar og neitun snýst svipað í höndum þeirra, er nú hneykslast á Jesú, leiðir framtíðin í ljós. En vinur syndugra manna var ekki vinur syndarinnar. Um það efast enginn. Kenning hans um ilt og gott er enginn óákveð- inn orðaleikur. Flann samneytti syndurum, ekki til að gera lítið úr brotum þeirra, heldur til að leiða þá af vegi syndarinnar, hreinsa þá og helga. Ávarp hans var: “Far, og syndga ekki framar.” Hann gerði ekki litið úr synd mannsins,—aðeins meira úr sál hans og sálarheill. Og allir tollheimtumenn og bersyndugir nálguðust hann. En leiðtogar lýðsins, er dregið höfðu sjálfa sig á tálar og því ekki megnað að leiða aðra á veg hjálpræðis og helgunar, mögluðu, er þeir sáu vin hinna hjálparþurfandi og fyrirlitnu safna þeim saman sem lærisveinum í musteri kærleikans. Hann kendi í dæmisögum, sem snildin og mildin auðkendi, svo leiðtogunum var ógreitt um svör. Gegn kærleiksverkum hans var þýðingarlífið að ráðast. Því mögluðu þeir gegn vináttu lians við aumstadda, er leituðu á hans fund. Enn eru menn syndarar,—tollheimtumenn viðskiftalífsins, er svikið hafa sál sína og þjóð; bersyndugir og sjúkir vesalingar.— 1 sorg og synd metur mannshjartað kærleikann. Þegar líkaminn er sárþjáður, þegar sálin harmar, þegar sonurinn glatast, þegar afvegaleiðslan hefir stefnt lífi mannsins í strand—þá er einatt flúið til hans, sem fyr og síðar hefir reynst vinur syndugs manns. Eða óttast nokkur að eðli hans, sem samneytti hinurn seku forð- um daga, sé nú breytt? Mun hann nú gleyma eða ganga fram hjá gustukamönnum Guðs,—iðrandi hjörtum, er leita á hans fund;— Fráfall og glötun mannsins orsakar hrygð og tjón á himni og jörðu. Alt böl mannanna er himnaföðurnum hrygðarefni. Hann elskar heiminn. Jesús Kristur fór með hans kærleiks erindi. Hann gerðist vinur veikra manna. H;ver maður—eins auminginn—er

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.