Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1932, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.10.1932, Qupperneq 10
246 vængi. Almenningur krefst þess réttilega í kirkjumálum sem í öðru, að viturleg hagsýni fái að komast að og að kostbær strekk- ingur á móti sjálfsagðri samvinnu sé látinn falla niður. Að þessu hefir samvinna um kristilegt liknarstarf verið auðveldust, ekki sízt í stórborgunum. Lútersk innri mission, sem er útþýðing kær- leiksboðsins mikla í þarfir þeirra, sem hart eru leiknir af likam- legri eða andlegri neyð, hefir verið rekin víðsvegar í stórborgun- um af sameinuðum kröftum margra deilda, þó ætíð hafi einhverj- ar deildir staðið fyrir utan. En samvinnan hefir farið vaxandi og reynst blessunarrík öllum hlutaðeigendum auk þess aS hrinda áleiðis nauðsynlegu kristilegu starfi langt fram yfir það, sem sundraðir kraftar hefðu áorkað. Þetta hefir leitt til athugunar á mögulegri samvinnu á fleiri sviðum. Hafa þá einnig mentastofn- anir kirkjunnar komið til greina. Væri ekki víða hægt að’ sameina sig um þær betur en verið hefir? Þegar þörf og réttmæt spurn- ing hefir verið lögð fram, er það fyrsta sporið til þess að henni verði réttilega svarað. Þegar e'r þess vottur aS heilbrigð hugsun er að bera árangur í aukinni samvinnu í þessu þýðingarmikla máli, og er hið luæytta fyrirkomulag við Hartwick prestaskólann á- kveðnasta spor í þessa átt er vér þekkjum til. Ánægjulegt að vita að vinur vor, dr. Stephan M. Paulson, er í broddi fylkingar í svo þýðingarmiklu máli. Auðvitað ber að kannast við að enn er ekki fullreynt hvernig þessi samvinna gefst. Byrjunin virðist hafa tekist vel og horf- urnar sýnast góðar, en ólíklegt er að einhverjir erfiðleikar séu ekki framundan. Iíin þörfustu framfaraspor verða sjaldnast stigin nema þannig að ryðja þurfi torfærum úr vegi, og það má búast við að svo verði einnig í þessu máli. Maður óttast að slílc hugsjón, sem hér er verið að koma í franrkvæmd, kunni að vera svo á undan almennum hugsunarhætti kirkjulýðsins og sérstaklega sumra kirkjuhöfðingja, að ])að geti orðið að fótakefli. En hvað sem því líður, verður ekki annað sagt en að tilraun þessi sé gerð með þeim hyggindum og lægni, er spáir góðu. Þjóðkunnur maður, dr. O. M. Norlie, er tilheyrir norsku kirkjunni í Ameríku, er yfirkennari í tveimur deildum skólans (Graduate School and Bible School). Að slíkur maður gengur í þjónustu skólans, vekur tiltrú og ör- yggi. Enda er það tekið fram af dr. Paulson, að það vaki fvrir stjórnarnefnd skólans að setja hátt markið, hvað snertir kenslu- krafta og annað, er að því miði að skólinn geti fullnægt hinum ströngustu kröfum. Að ekkert eigi að verða útundan, sem þörf er á. bendir þaS til að nú þegar eru ráðstafanir gerðar til að veita sérstalít tungumálanám þeim, er ætla að undirbúa sig undir prest- slcap á svæðum þar sem þörf er á öðru tungumáli við hlið ensk-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.