Sameiningin - 01.10.1932, Síða 13
249
unum heima og upp á velli vonar, áræðni og framkvæmda, í nafni
Drottins vors og fyrir hans skuld.
Erlent trúboð er ennfremur afstaða hugarfarsins, ekki aðeins
af hálfu trúboðans, er út fer í hlýðni við boð Drottins, heldur sér-
staklegar og um leið grundvallarlegar afstaða hugarfarsins hjá
kirkjufólkinu heima. í þeim skilningi og í þeim skilningi eingöngu
kannast eg við að erlent trúboð byrji heima, en ekki i þeim skiln-
ingi, sem f jöldinn virðist segja þetta, og þó að meir en nóg sé að
gera heima fyrir án þess að fara erlendis, í þeim tilgangi að afsaka
aðgerðaleysi sitt. Eg hefi enn ekki hitt þann mann, sem notar
þessa ástæðu ráðvandlega.
Erlent trúboð er safnaðarstarf erlendis. Með því leggur söfn-
uður í verki þjóðskiftalegan mælikvarða á trú sína á hina miklu
kenning þriðju greinar postullegu trúarj átningarinnar. Það er til
saga af málara, sem beðinn var að mála mynd af dauðum söfnuði.
Hann málaði mynd af kirkju, sem frá byggingarlistarinnar sjónar-
miði var hreinasta fyrirtak. Hjá dvrunum var mynd af offurs-
kassa til erlends trúboðs. En yfir opinu á kassanum var málaður
köngullóarvefur.
Vitaskuld verður erlent trúboð rekið, þótt þið í íslenzka
kirkjufélaginu sinnið því ekki neitt. En íslenzka kirkjufélagið
mun aldrei eiga neina framtíö fyrir hendi, nema það verði sterk-
lega áhugasamt fyrir þessu mikla starfi kirkjunnar, að útbreiða
ríki Guðs til annarra landa og til annars fólks en aðeins þess, er
talar íslenzkt mál. En hvernig er hægt að búast við heilbrigðri af-
stöðu til erlends trúboðs eða nokkurs annars víðtæks starfs kirkj-
unnar, á meðan viðhorf innan kirkjufélagsins er eins og mér hefir
fundist það vera:—alt annað en bróðurleg afstaða sumra prest-
anna hvor til annars og afstaða til sumra viðfangsefna félagsins,
kæruleysisafstaða safnaða að því er snertir samband og ábyrgðar-
tilfinning innbyrðis, afstöðuleysi bæði presta og safnaða gagnvart
víðtæku framfara starfi kirkjufélagsins. f sambandi við þessar
hugleiðingar er eg mintur á söguna í Marz-blaði Sameiningarinn-
ar, bls. 72, um bræðurna tvo, sem voru bændur og nágrannar og
báru hveitibindi á næturþeli hvor inn á annars akur. Þeim var ant
um hvors annars hag; enda var niðurstaðan brceðrakirkja. Ó, að
við gætum, með lifandi sjón á innbyrðis hjálpsemi, innbyrðis á-
byrgðartilfinning, innbyrðis skyldurækt, tekiS að okkur orð hins
innblásna höfundar og sagt: “Vér erurn ekki undanskotsmenn til
glötunar, heldur menn trúarinnar til sáluhjálpar.” H!ebr. 10, 39.
Jú, mér er fullkomlega ljós hin gullnu tækifæri til að frelsa
sálir heima fyrir. Heimatrúboðsstarfið er stærra og flóknara nú