Sameiningin - 01.10.1932, Page 17
253
“Til aus.turheims”—trúboðsstöðvanna í Japan, fór trúboðs-
fjölskyldan íslenzka, séra S. O. Thorláksson, frú hans og fjögur
börn þeirra, frá Seattle í septembermánuði. Fylgja þeim bænir
allra trúboðsvina.
* * *
Vestan af Strönd berast þær góðu, en,, á yfirstandandi tíð,
fremur fágætu fréttir, að sá söfnuðurinn lúterski í Seattle, sem
bróðir vor séra Carl J. Olson þjónar, sé að byggja sér veglega
kirkju. Sá söfnuður, sem nú ræðst í að reisa vandað guðs hús, og
það í stórborg, á eitthvað af anda og áræði postulanna. Og ekki
varpar það skugga á kennimanninn íslenzka, er hefir leiðsögu
þessa safnaðar.
* * *
Séra Jóhann Friðriksson, hinn nývígði kennimaður, er eink-
um annast i sumar heimatrúboðsstarf kirkjufélagsins, hóf starf
sitt hjá söfnuðinum í Langruth, Man. Fór hann þaðan í lok júlí-
mánaðar. Til september-loka prédikaði hann og vann önnur prests-
verk í vesturbvgðum íslendinga í Saskatchewan. Snemma i októ-
ber hvarf hann aftur norður, til Lundar safnaðar. Sem stendur
starfar hann í Norðurlandi íslendinga hér vestra—bygðunum meS-
fram Manitoba-vatni, en hverfur þaðan aftur til Lundar og
Langruth. Á þessum stöðvum er ráðgert að hann starfi til loka
nóvembermánaðar.
—Sxðar mun séra Jóhann sjálfur segja, í Sam., frá sumar-
verki sínu og andlegum hag safnaðanna, er hann hefir heimsótt.
* * *
Síðast í ágúst fór séra Jónas A. Sigurðsson, kona hans, dóttir
og tveir synir, bílleiðis til Churchbridge og Lögbergs í Saskatche-
wan. í þeim sveitum var hann sóknarprestur um níu ára skeið.—
Mun örðugt að finna vestan hafs betri íslendinga og trúlyndari
kirkjulýð en þarna býr.
Gæðum sveitai'búa við ferðafólkið verður ekki lýst. Dvölin
reyndist of stutt—einkum til heimsókna. Og af för lengra vestur
og suður, til Foam Lake, Gerald og Tantallon, gat ekki orðið.
Sunnudaginn 4. september var messudagur x Konkordía söfn-
uði, norður af Churchbridge. Að ráðstöfun sóknarnefndar og
heimaprestsins, Séx-a Sig. S. Christopherssonar, kom söfnuðurinn
saman kl. 11 f. h.—tveim tímum fyr en venjulega—og fylti kirkj-
una, hið prýðilegasta guðs hús. Séra Sigurður stýrði sjálfur guðs-
þjónustunni, er þeir feðgar, Theodore og séra Jónas, fluttu báðir
íslenzkar ræður til safnaðarins. Var þessi samfundur hámark gest-