Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1932, Page 19

Sameiningin - 01.10.1932, Page 19
255 beiningapoka um bak. Hann gekk berfættur í snjónum, sem er reyndar ekkert óvanaleg sjón. Eg horfÖi á hann, þar sem hann gekk fyrir dyr manna og tók með auÖmýkt viÖ því, sem menn viku að honum og stakk því í beiningapokann. Hann bar að síðustu að dyr- unum á húsinu, þar senr eg hélt til í. Mér var litið út um gluggann og horfði eg þá í augu Marteins Lúters. Eg flýtti mér að dyrunum, með brauð í hendinni, og hefði viljað faðma hann sem vin minn, en hann hneigði sig næstum til jarðar og sagði mjög lágt: “Haf þökk fyrir,” og var þegar farinn. Eg ávarpaði hann og sagði: “Marteinn, þekkiröu mig ekki ?” Hann mælti: “Eg er þjónn klaustursins; það er ekki leyft að tef ja með viðræðum við menn.” Það var raunalegt að sjá hann fara, án þess að fá að tala við hann. Eg hrópaði á eftir honum: “Guð og helgir menn hjálpi þér bróðir Marteinn!” Hann snéri sér við, hneigði sig og signdi sig. Og með það tók hann á rnóti ketbitum, sem stúlka rétti að honum, og mælti: “Guð veri lofaður fyrir allar sínar gjafir.” Hann hélt svo áfram sinni örðugu beiningaferð beygður og auðmjúkur. En hvað Marteinn var orðinn breyttur! Lngdómsroðinn var algerlega horfinn af andlitinu. Hann var bæði rauðeygður, og eins og augun væri sokkin djúpt inn í höf- uðið. Þar glampaði nú ekki andlegt fjör eða glaðværð. Andlegir neistar voru að vísu sýnilegir, en neistar þeir virtust frernur brenna en ekki verma eða glæða. Yfirmenn klaustursins sýna Marteini litla vorkunnsemi. Hann sem fyrir sex mánuðum var átrúnaðargoð háskólans og dáður af öllum, verður nú að ganga fyrir hvers manns dyr, og eins þeirra, sem eitt sinn voru vinir hans og jafnvel lærisveinar. Og ekki má hann ávarpa þá eða heilsa þeim. Samt sem áður veit eg að Mar- teinn sjálfur temur sér meiri meinlæti en nokkur annar. Það eru innvortis þjáningar—þjáningar hjartans, sem hafa gert útlit hans eins og það er nú, eítir sex mánaða dvöl innan veggja klaustursins. En ef þetta er í raun og veru köllun Marteins, og ef það er gert fyrir himininn, og ef hann er að vinna sér verðleika, sem hann á ráð á að veita öðrum, þá gerir það allar þrautir þolanlegar. Júlí, 1506. Nú er Marteinn Lúter úr sögunni. Hans revnslutíð í klaustr- inu er lokið. Hann hefir nú þegar aflagt heit um að ganga form- lega í klaustrið, og hefir tekið sér nafnið: “Ágústínus.” Við vorum nokkuð margir viðstaddir, þegar hann gerði heit sitt formlegt í Ágústínusar kirkjunni. í eitt skiftið enn heyrðist hans skæra og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.