Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1932, Page 20

Sameiningin - 01.10.1932, Page 20
25 Ó viðfeldna rödd, en föstur og önnur meinlæti höföu gert hana veikl- ulega. Hann lagði af sér prófsveins klæðnaS sinn og tók á sig munka kápu. Hann kraup fyrir framan gráturnar og mælti fram á latínu heit sitt; meÖan lagði yfirmaður klaustursins hönd á höfuð honum. Þá var sunginn sálmur og síðan gekk Marteinn upp í kór- inn, þar sem múnkarnir heilsuðu honum með bróðurlegum kossi. Við vinir hans og skyldmenni urðum eftir frammi í kirkjunni; eftir að vera aðskildir frá honum með hinu órjúfanlega heiti.— Vera skildir frá honum að eilífu! Eða er það nú í raun og veru eilífur skilnaður? Verður virkilega þetta ómælilega djúp á milli hans og okkar á degi dómsins ? Verðum við þá litilokaðir ? Sé svo, þá verður það að vera svo, en ennþá er það ekki orðið. Erfurt, 2. maí, 1507. Ekkert hefir heyrst eða sézt af Marteini fyr en í dag, en nú brá svo við, að hann kom fram opinberlega. Hann hefir tekið prestsvígslu og söng sína fyrstu messu. Klaustrið hélt stórveizlu við það tækifæri og Hans Eúter, faðir Marteins var viðstaddur. Febr. 10, 1510. Nú er eg líka búinn að vinna hið óafturkallanlega heit. Eg er búinn að vera í klaustrinu heilan mánuð. Próftími minn er lið- inn, og eg er orðinn “byrjandi” í klaustrinu. Tók eg mér nafnið: Sebastíanus. En lítið er um sælukjör hér; er stórfurða að bróðir Marteinn skyldi þola allar þær þrautir, sem menn leggja hér á sig. Gamall munkur kom til mín í dag. Hann hefir þózt sjá að eg væri hnugginn. PTann mælti: “Óttastu ekki, bróðir Sebast- íanus. Baráttan er oft hörð til að byrja með. Minstu orða ITíeró- nýmusar helga: “Jafnvel þótt faðir þinn kasti sér niður fyrir dyr- um þínum og grátbæni þig að hverfa úr klaustrinu. Og jafnvel þótt móðir þín sýni þér brjóst sín, þar sem þú naust aðhjúkrunar sem barn og biðji þig sörnu bænar, þá gættu þess að láta ekki teljast af fyrirætlun þinni. Spyrntu fætinum við öllu þessleiðis, og stefndu beint til Krists. Eg tók þessari upphvatningu. Hann heldur víst að þessi orð hafi orðið mér til huggunar. En einn Guð veit hve mikla baráttu þessi orð vöktu í brjósti mér, eftir að hann var genginn burt. Væri bróðir Marteinn nærstaddur, væri ekki óhugsandi að hann gæti skilið mig og huggað mig. Hann er nú búinn að vera tvö ár í Wittenberg. Plann er kennari í guðfræði og prestur. Munkarnir eru eins stoltir af honum þar eins og var háskólinn í Erfurt.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.