Sameiningin - 01.10.1932, Blaðsíða 21
257
Else skrifar 29. marz, 1510.
Þa'S var ungur maÖur á ferðinni í húsi frænku Ursúlu Cotta.
Hann sagÖi okkur þær fréttir frá Annaberg, að Dr. Jóhann Tetzel
væri að selja þar páfalegt aflausnarbréf. Vegna þess að hann teldi
Þjóðverja trúmenn, því hefði hann fært niður verð á bréfunum,
svo nú gætu menn fengið fyrirgefning synda sinna fyrir lítið.
Hann sagði aS Jóhann hefði þann útbúnað, að hann léti reisa
kross mikinn í kirkjunni fyrir framan gráturnar. Naglar, þyrni-
kóróna og sverð væri fest í krossinn. Stundum sæist blóð á kross-
inum. Við krossinn stendur merki páfa með þrefaldri kórónu.
Peningakista er þar og mikil úr járni. Fyrir altarinu stendur Dr.
Tetzel og laðar menn til kaupa. Prestar sitja þar við borð og rita
á aflausnarbréf og telja peninga. Nú að síðustu hefir verðið á af-
lausnarbréfunum farið lækkandi, og jafnvel fátækum er veitt af-
lausn kauplaust. Það gæti komið sér mjög vel fyrir okkur.
Það er nokkuð undarlegt, að ef páfinn hefir ráð á þessari
ómetanlegu blessun, að hann skuli ekki veita hana blátt áfram
öllutn, sem eru of fátækir til að kaupa hana.
En eg veit að það er synd að draga efa á nokkuð það, sem
páfinn gerir.
Apríl, 1510. (Else).
Faðir olckar skuldaði fyrir prentsvertu o. fl. Það féll á mig
að reyna að borga það, en eg vissi ekki hvernig eg átti að ráða fram
úr því. Það er engrar hjálpar að vænta frá Friðrik, síðan hann
gekk í klaustrið. Eg hefi verið að sauma í silki, sem tlrsúla frænka
hafði gefið mér; mér datt í hug að bjóða það upp í skuldina.
Kaupmaðurinn virtist undrandi er hann leit verk mitt og rnælti:
Þetta er ekki fyrir fátæka borgara eins og okkur. Eg á ferð fyrir
höndum á fund kjörfursta Friðriks, ef þú vilt, máttu koma með
mér og hafa ísaumið í ferðinni. Mér félst hugur í fvrstu við þetta
boð, en afréð þó að færa mér í nyt góðsemi kaupmannsins.
Við lögðum svo upp á tilteknum tíma og leituðum á fund
kjörfurstans. Eg beið fyrir utan, meðan kaupmaðurinn talaði við
hann fyrir innan í öðru hergbergi. Var kallað á mig eftir æði
tíma: var eg rnilli vonar og ótta.
Hann heilsaði mér brosandi og mælti: “Mér þykir dúkurinn
þinn ljómandi fallegur. Kaupmaðurinn segir að þú sért mjög á-
stundunarsöm og góð dóttir. Eg skal kaupa af þér þennan dúk og
borga hann nú þegar.
Eg varð svo undrandi og fegin við þessa góðsemi, að eg man
naumast hverju eg svaraði. En verðið, sem eg fékk fyrir dúkinn,
gált næstum til fulls það sem við skulduðum.
i