Alþýðublaðið - 29.10.1919, Síða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Auglýsingar.
Auglýsingum í blaðið er fyrst
um sinn veitt móttaka hjá Ouð-
geir Jónssyni bókbindara, Lauga-
vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á
afgreiðslunni á Laugavegi 18 b.
náðist samkomulag. Krafa verka-
manna var kr. 1.25 um klst., en
sem ítrustu tilraun til samkomu-
lags færðu þeir hana niður í kr.
1.15. Atvinnurekendur aítur á
móti voru ófáanlegir til að nefna
meira en kr. l.lö og á því
strandaði.
Eftir þetta var málið lagt í
gerð, skv. samningi þeim, sem
að ofan er nefndur. Gerðardóms-
menn voru af hendi verkamanna,
þeir Pétur G. Guðmundsson og
Jón Baldvinsson, en af hendi at-
vinnurekenda, þeir Kjartan Thors
og Lárus Féldsted, en. oddamaður
var Jón Ásbjörnsson yfirdómslög-
maður, skipaður af landsyfirrétt-
inum.
Fyrir gerðardómi var málið sótt
og varið af formönnum félaganna.
Verkamenn lögðu fram mjög
vandlega gerða áætlun um árs-
eyðslu meðalheimilis og sönnuðu
með órækum tölum að kaup gæti
ekki lægra verið en kr. 1.25 um
klst. ef það ætti að vera í svip-
uðu hlutfalli við vöruverð og var
fyrir ófrið. Atvinnurekendur héldu
því aftur á móti fram, að kaup
það, sem ákveðið var í samn-
ingnum 5. jan. og vöruverð þá,
ætti að vera grundvöllur, sem
síðari breytingar bygðust á. Sá
grundvöllur yrði að álítast hag-
fræðislega forsvaranlegur, hvað
sem tölum líði nú, úr því að
einu sinni hafði verið á honum
samið.
Það þótti sýnt, þegar málið
hafði verið rækilega skýrt frá
báðum hliðum og rannsakað, að
mjög væri athugavert að láta
dóm ganga í því. Verkamenn
mundu þykjast gabbaðir ef dæmt
væri bókstaflega eftir samningn-
um frá 5. jan. Yrði aftur á móti
dæmt eftir réttum dýrtýðarhlut-
íöllum væri mjög tvísýnt að at-
vinnurekendur alment mundu sætta
sig við þá niðurstöðu. Gerðar-
dómsmenn tóku því það til ráðs,
að reyna en á ný samkomulags-
leiðina og fengu þeir heimild til
þess frá báðum málsaðilum, og
síðar fult umboð til að semja.
Verkamenn vildu enn sem fyr
fórna miklu fyrir gott samkomu-
lag. En ekki treystust þeir nú að
teygja sig eins langt og í fyrra
sinnið. Þó ekki væri nema mán-
uður iiðinn á milli hafði samt
vöruverð hækkað stórum á þeim
tíma. t*að viðurkendu einnig at-
vinnurekendur.
Svo fór að lokum, að fult sam-
komulag náðist og var samningur
milli félaganna undirritaður 25.
þ. m.
Eftir þeim samningi er lág-
markskaup að degi til kr. 1,16
fyrst um sinn, en getur breytst
oft á ári eftir nánari — mjög á-
kveðnum — reglum í samningn-
um. Gildir samningur þessi í heild
til 5. jan. 1921.
O.
Ur gömlum „Visi“?
í Vísi í fyrradag er sagt að
Ólafur Friðriksson hafi á fundin-
um í Iðnó, lesið upp ýmsa kafla
úr gömlum Vísi, „því sem næst
orðrétt".
Ólafur las ekki neitt upp á fund-
inum, því hann talaði algerlega
blaðalaust, eins og hann er vanur.
Hann hefði því, ef þetta væri rétt
sem í Vísi stóð, þurft að vera
búinn að læra þennan gamla Vísi
utanbókar, sem reyndar ef til vill
er ekki neitt vandaverk, það er
sjaldan svo mikið í honum.
I En athugum nú hvað það var,
sem Ólafur sagði.
Hann sagði. að hin svo nefnda
vatnseignarréttsdeila væri algert
aukaatriði í fossamálinu. Aðal-
atriðið væri, hvort landið ætti sjálít
að byggja, eða leyfa auðfélögum
það.
Hvenær hefir þetta staðið í
Vísi? Hefir Vísir ekki þvert á
móti hamast eins og kálfur í bandi
á „eignarréttinum* eins og það
væri aðalatriðið?
Með allri virðingu fyrir vits-
munum Jakobs Möller: Hverjum
ætli að detti í hug, nema þá Ja-
kob sjálfum, að Ó. F. þurfi að
sækja vitið í landsmálaræður sínar
til hans?
Spennandi saga byrjar bráðum
að koma i blaðinu.
Úr eigin herbúðum.
Háseíaíólagið.
Sunnudaginn 26. þ. m. var
framhald aðalfundar Hásetafélags-
ins. Eitt merkasta atriðið á dag-
skránni var stjórnarkosningin. Hún
fór svo, að öll stjórnín var end-
urkosin og skipa þessir hana:
Eggert Brandsson formaður,
Vilhjalmur Vigfússon ritari,
Sigurður Þorkelsson gjaldkeri..
Meðstjórnendur:
Hafliði Baldvinsson,
Jón Guðnason.
Um alla þessa menn má segja,
að þeir séu duglegir félagsmenn
og reyndir flokksmenn. Eggert
Brandsson er einhver færasti for-
maðurinn sem félagið gat fengið,
að öðrum ólöstuðum, og traust
það, sem félagið hefir sýnt hon-
um með því að endurkjósa hann,
er bezti vottur þess, hve starfsfær
maður hann er. Óskum vér þess,
ao honum og öðrum stjórnarmeð-
limum megi lánast að auka magn
og gildi félagsins.
_____ Jón.
Símskeyti.
Kaupmanuahöfn 27. okt.
Frá Rússlandi.
Bolschevikar hafa aftur unnið
Czarskoweselo. Fmnland neitar
um stuðning.
Judenitsch undirbýr umsát um
Petrograd.
Frá Pýzkalandi.
Stjórnarráð Bayerns stingur
upp á að stöðva fólksflutninga
með járnbrautum í 14 daga,
vegna kolaskorts.
Rikisskuldir Þýzkalands eru 204
miljarðar; fyrir stríðið voru þær
5 miljarðar.
Tveir fundir.
Á laugardaginn voru haldnir
tveir pólitískir fundir. Alþýðuflokk-
urinn hélt fund í Báru, en Sjálf-
stjórn í Iðnó. Fult hús var á báð-
um stöðum. Á Alþýðuflokksfund-
inum töluðu þessir: Ingimar Jóns-
son stud. theol., Ólafur Friðriks-
son, Þorvarður Þorvarðsson, Davíð
Kristjánsson bæjarfulltrúi úr Hafn-
arfirði (frambjóðandi Alþýðuflokks-