Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1918, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.04.1918, Qupperneq 4
34 Séra Friðrik J. Bergmann. Fyrstu kynni mín af séra Friðrik J tíergmann voru sumarið 1882. Þá var hann nýlega orðinn stúdent frá' latínuskólanum í Decorah og dvaldi að Gardar í N.-Dakota hjá foreldrum og frændaliði. Eg var þá tólf ára drengur og átti heima hjá systur minni í Gardar-bygðinni. Það líktist eitthvað hetjudvrkun fornmannanna, sú lotning, sem við unglingarnir í nýlendunni bárum fyrir skóla- manninum glæsilega frá DecoraJ]. Sérstaklega man eg eftir þjóðhátíðinni, sem haldin var um sumarið 4. Júlí á Mountain—eða í Yík, eins og þá var kallað. Þangað hafði safnast mesti fjöldi nýlendumanna til að haida hátíðleg- an frelsisdag ættjarðarinnar nýju. Líf og sál j>ess há- tíðarhalds var Friðrik Bergmann, ungur, glæsilegur og sem lifandi ímynd þess alls, sem dagurinn táknaði. Hann flutti ræðu, eldfjöruga og þrungna af ást til frelsislands- ins unga. Man eg þá undrun og aðdáun er skein úr á- sjónum áheyrenda. Kvæði liafði og stúdentinn ort, “Minni Vínlands”, og flutti það með hrífandi röddu. Kvæðið liafði mest áhrif á mig. Vorum við drengir alla næstu daga að rifja það upp, sem hver um sig mundi úr kvæðinu, og bera saman. Man eg enn, að upphafsorð kvæðisins voru: “Vér elskuin þig, Vínland, af einlægri sál Vér ætlum að nema þitt víðfræga mál”. Mest fanst mér þá til mn þetta erindi: “Vér báðum urn frelsi á fjarlægri ey en fengum ei annað en harðstjórans nei; þá kvöddum vér alt, sem að oss var kærst til að eignast það, er vér möttum hæst.” Það er ekki ofsagt, að skólamaðurinn ungi kveikti eld í brjóstum nýlendumanna, einkum ungra manna. Kynni mín urðu meiri næsta vetur af Friðriki Berg- mann. Þann vetur var eg hjá honum í skóla. Skólinn byrjaði um liaustið í húsi Magnúsar Stefánssonar, en eftir nýár.var flutt í nýbygt skólahús á Gardar. All- mörg börn byrjuðu skólanám þennan vetur, íneðal þeirra

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.