Sameiningin - 01.04.1918, Síða 9
39
sporum þessarar grátandi konu. Veröldin er grátbólgin.
Það er grátbljóð í bjarta veraldarinnar. Ef til vill hefir
veröldin ekki gert sér grein fyrir því, hvers vegna liún
grætur. En ef hún skildi gráthljóð síns eigin lijarta, þá
vissi hún það, að hún grætur, eins og María, af því að
bíiið er að taka burt Drottin hennar og hún veit ekki
hvar hann hefir verið lagður. Það er grátsefnið mihla.
Nú heyrum vér aðra rödd út við gröfina í morgun-
kyrðinni. Ólík er liún skjálfandi rödd grátandans. Rödd
þessi er blíð og skær og sigurglöð. Eitt orð, fyrsta orðið
af vörum upprisna mannkyns frelsarans, og gráturinn
þagnar. “María!” Hiín þekkir hann. Hún hefir fundið
liann, sem tekinn var burt, fundið aftur Drottin sinn
Hún varpar sér að fótum lians, fórnar til bans höndum.
Jesús er upprisinn frá dauðum. Og María er upprisin
til lífsins. Það eru komnir páskar.
María Magdalena fyrirmyndar einnig að þessu leyti
veröldina. Líka veröldin mun eitt sinn huggast og hætta
að gráta. Hún á upprisu fyrir höndum þann páskadag,
þá hún finnur aftur og kannast við Drottin sinn og fell-
ur honum til fóta í trú og hlýðni. Sú uprisuvon er gleði-
efnið mikla.
Skulum vér nú í Jesúnafni hugleiða bæði grátsefnið
mikla og gleðiefnið mikla.
I. Grátsefnið mikla “Það er búið að taka Drottin
burt og vér vitum ekki —”.
1. Það er búið að taka Drottin burtu úr hjörtum
margra manna. Sumir vita það ekki, hafa týnt Drotni
án þess þeir hafi orðið varir við það, halda að Drottinn
sé enn í hjarta þeirra, af því þeir hafa hann enn á tungu
sinni. Þeir menn munu síðar meir vakna upp við vondan
draum og verða þess varir þegar mest á ríður, að það
er búið að taka Drottin burtu frá þeim og þeir vita ekki
hvar hann hefir verið lagður. — Aðrir vita það, viður-
kenna það með grátstaf í kverkum, að það er búið að taka
Drottin burt úr hjörtum þeirra. Þeir finna sársauka og
sviða í hjartanu og ekkert annað, jafnvel nú á upprisu
hátíðinni. Þeir finna, að það er nú tómt og dimt í hjart-
anu, sem Drottinn þeirra hafði áður verið. Ásakið þá