Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1918, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.04.1918, Qupperneq 10
40 ekki, dæmið þá vægt, grátið með þeim og biðjið fyrir þeim. Það eru syrgjendur, sem líða meir en aðrir syrgjendur, þessir menn, sem mist hafa Drottin Guð sinn og vita ekki hvar hann er. Ó, vesæli maður, sem húinn ert að týna trú þinni, — hreinu, gleðilegu, unaðsríku, harnslegu trúnni, — veist ei hvar syndin og vantrúin þín hafa lagt hann, — Guð komi til með þér, Guð einn getur hjálpað þér. Reyndu aumur að hiðja — fálmaðu með barnsfingrum um gröf- ina í hjarta þínu — biddu um jarðskjálfta og Guðs anda til þín, ef verða mætti, að innsiglið brotnaði og steinninn lirykki frá gröfinni og frelsari þinn, hann sem áður var þér svo kær og inndælþrísi upp frá dauðum í hjarta þínu, og þú fáir páskahátíð haldið. 2. Það er búið að taka Drottin burt úr húsum margra manna. Á mörgu heimili er alt nema—Gitð. Ðrottinn hefir verið vafinn líkhlæjum í húsum margra manna, l>ar sem liann áður sat lifandi og dýrlegur og kendi heimilisfólkinu, eins og í Betaníu. Nú er liann far- inn. Það er búið að taka hann burt. Annríkið og um- svifin, útiveran og áhyggjurnar, flasið og flaustrið hef- ir borið Drottin út og enginn veit, hvar hann hefir verið lagður. Þar sem áður sátu feður í öndvegi og lásu öllu heimilisfólki Hávamál Drottins dýrðar, og mæður sátu með smábörn á kjöltu og kendu þeim bænamálið—þar er nú ekki annað en gröf hjá mörgum. Faðirinn er úti og móðirin er úti, og hvert barn, sem kemst, er úti—úti, alt- af úti, úti þar sem glaumur er og gaman, eða upphefð og ábati. Ilúsið tómt, búið að taka Drottin burt, — og þá sjaldan fólk er heima, er sama umstangið inni eins og úti og þar með þreyta og gremja vfir öllu saman og úlfúð og ófriður. — Það er kallað lieimili, en heitir réttu nafni gröf, bústaður þeirra manna, sem búið er að taka Drottin burt. Þau eru alt of mörg þau heimili. Guð komi til með þeim. Guð sendi bæði jarðskjálfta og engla svo grafir þessar opnist; Drottin upplýsi þær og inn skíni þar páskasólin. 3. Það er búið víðast að taka Drottin burt xir skól- unum. Ekki einungis úr húsunum, þar sem æskulýðnum er kent, lieldur einnig úr fræðunum, sem kend eru, er bú-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.