Sameiningin - 01.04.1918, Side 14
44
mannlífsins sé farnar að þyrsta eftir anda og trú. Það
viðurkenna nú allir, að efnishyggjan sé dauð eða í dauða-
teygjum. Materialisminn, sem ollið liefir þessari yfir-
standandi bölvun heimsins, er nú fordæmdur af flestum,
og sumir þeir, sem áður voru ákafastir meðhaldsmenn
hans, liafa liraðað sér eins og fætur toguðu inn í anda
heima. Og lýðar landanna eru farnir óþreyjufullir að
leita Drottins. Kirkjurnar eru að fyllast aftur, og fólk
flýr þangað hiðjandi. Þær fréttir herast frá Englandi
og sunnan úr Bandaríkjum og víðar. Og þess gátu lúöð-
in í Winnipeg-horg í gær, að ekki hefði jafnmargt fólk
tiltölulega léitað í hænahús sín hér í meir en mannsaldur,
eins og nú á föstudaginn langa—föstudag langa einmitt,
dag krossins Jesú Krists. Er það ekki tákn þess, að
sálir mannanna, þegar í nauðir rekur, viti ekkert sér til
hjálpræðis annað en krossinn Krists? Er það ekki
fyrirhoði þess, að lýðirnir muni aftur leita og finna
Drottin sinn?
Eitt er það atriði í upprisusögu frelsarans, sem
venjulega gætir lítils, en nú er mér stórt og dýrlegt tákn.
Það er jarðskjálftinn um morguninn, samfara uppris-
unni. Eg minnist þess þá einnig, að sagan öll kennir
það, að samfara sérhverri stórkostlegri upprisu trúar-
innar í sálum manna og þjóða, liafa verið jarðskjálftar.
Nú er mesti jarðskjálftinn, sem verið hefir í sögu verald-
ar. Oft er það í jarðskjálftum og eldsumbrotum, að síð-
ustu kippirnir eru ógurlegastir, en í þeim eyðast öflin og
undan lætur loks það, er fyrir stóð og olli umhrotunum.
í jarðskjálfta þeim, sem nú hefir staðið hátt á fjórða ár,
eru þeir kippirnir óskaplegastir, sem nú gerast. Ætli Ouð
gefi ekki, að það verði síðustu kippirnir, dauðateygjur
Miðgarðsormsins, fjörbrot ofheldisins og þeirra kenn-
inga allra, sem það liefir réttlaút sig meðf Guð er ef til
vill enn ekki í storminum, en hann kemur áreiðanlega
eins og áður í liinum hlíða hlæ, sem á eftir fer.
Eg trúi því, að lieimurinn muni aftur halda páska,
j)áska trúar og friðar. Vér vonum það, að veröldin muni
hráðum koma hrópandi og biðjandi til Jesú Krists. Og
aldrei hefir þá kirkja Drottins haft slíkt tækifæri til |)ess,