Sameiningin - 01.04.1918, Blaðsíða 15
45
að bera liungruðum sálum mannanna fæðu. Yerum þá
við því bunir, að bera það eitt fram, sem kraftmeti má
kallast. Heimurinn gefur nú ekki túskilding fyrir vafa-
mál og efaspurningar, fyrir veiklaða trú og blóðlausa.
Nii varðar heldur ekki um klofning liára og bókstafs-
flækjur bjartakaldra fræðimanna. Það, sem nú gildir, er
vitnisburður anda og kraftar, voldug trú og áræðin, trú,
sem stígur djarflega niður fæti og veit á hvern liún trúir.
Með trúna kröftuga og lífþrungna á Jesúm Krist, trúna
á upprisinn, lifandi lausnara, sem sé í sannleika Drottinn,
ber oss nú að ganga öllum út til grafanna og hrópa í Jesú
nafni líf og anda í hin dauðu bein. Það er um að gera,
bræður, að vera nú liraustir, koma í krafti konungs sann-
leikans fram með lífsins boðskap.
Ó, dýrlega upprisa, þá fólkið vaknar! Ó, mikla páska
tíð er Jesús ris upp frá dauðum í hjörtum, húsum, skól-
um, kirkjum, þjóðfélögum! Guð gefi að þeir dagar sé í
nánd, að veröldin huggist við lífsorð lausnarans. Guð
gefi, að liinn upprisni Drottinn rísi upp í sálum allra
manna. Þá verður páskahátíð lialdin um lieim allan.
Lifum í þeirri trú og von í Jesú nafni. Amen.
Að leggja niður barnaskapinn.
Ivnfli úr hókinni 'l’ho jMinistry of Comfort, eftir J. lí. Millcr.
Barnslund og barnaskapur eru tveir hlutir afar-ólíkir.
Barnslundin mælist vel fyrir og bíður af sér undur-góðan
þokka í hegðun og viðmóti. Meistarinn bauð lærisveinun-
um að verða eins og lítil börn; sagði þeim, að með öðru móti
gæti þeir ekki komist inn í himnaríki. Fegurstu einkenni
góðrar sálar eru barnsleg einkenni: hógværð, einfaldleikur,
traust, hrekkleysi.
En barnaskapur er alt öðru vísi. Hann er hlutur, sem
vér megum ekki hlynna að; vér eigum að forðast hann af
fremsta megni. Hann er einn af þeim hlutum, sem vér
eigum að leggja niður; þegar styrkur og fegurð fullþroska
manndóms færist yfir oss. Bamaskapurinn er ekki göfug-
ur í eðli sínu, hann einkennir ekki það, sem háleitt er og
fagurt í andlegu lífi manna; hann ber miklu fremur vott
um veikleika, ómensku og hégómaskap.