Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1918, Page 18

Sameiningin - 01.04.1918, Page 18
48 ir í lund, hranalegir í orðum. Ráðvandir eru þeir ef til vill, tryggir, staðfastir, réttlátir, en þeir hafa mist af því, sem viðkvæmast er og elskuverðast í verulega góðum karakter; það, sem gjörir menn ljúfa, viðfeldna, þægilega viðkynning- argóða í náinni umgengni. Mjög mikill hluti vanrækslunnar í mannlegu lífi er ekki sprottinn af himinhrópandi rangindum, sem kremja hjart- að, heldur af smásmuglegum stirðleikum og egningum, sem þreyta og ýfa skapið óaflátanlega. pessum sannleika hefir aðgætin kona lýst mjög réttilega: “pegar lífið er skoðað ofan í kjölinn, þá stafa mestöll lífsleiðindin og hug- raunirnar, ekki frá þungum sorgum, heldur frá alls konar smávægilegri og þarflausri ónærgætni og harðneskju; ekki svo mjög frá guðlegri forsjón, sem frá mannlegri yfírsjón. Líttu til baka, og þú getur auðveldlega talið upp sorgirnar, sem klufu hjartað og breyttu lífinu. J?ú manst eftir þreytu-mánuðunum, þegar þú lifðir í skugga þeirra. pað var yfir þeim einhver helgiblær, einhver tign, eins og yfir einmana fjallstindi, þær voru svo stórar. pú finnur oftast í þeim tilgang eða blessun, þegar þú lítur til baka—-fanst það ef til vill þegar í stað. En dagamir, sem smærri meiðsli hafa spilt! peir urðu daprir, sólskinslausir, af því heimsku- leg óvild einhvers manns, eða ilt skap, eða ranglátur for- dómur, mátti til að ná sér niðri og hafa sitt fram, hvað sem leið réttindum, fyrirætlunum eða tilfinningum annara manna. pað eru svo margar torfærur á lífsferli flestra manna, þarflausar torfærir, sprottnar af mannlegri eigin- girni, að löngunin til að auðsýna góðvild, blíða, nærgætna, kristilega góðvild, vex hjá mér með hverjum degi, sem eg lifi”. Enginn ætlast til sífeldrar hugsunarsemi af bomunum — það er lexía, sem ekki Jærist vanalega, nema með árum og reynslu. En þegar menn eru orðnir fulltíða, þá er sann- arlega tími til kominn, að þeir hafi að minsta kosti byrjac að temja sér góðvild og nærgætni. Ekki all-sjaldan gjörir barnaskapurinn vart við sig í ýmiskonar félagsskap, þar sem meðlimir eru kosnir i em- bætti eða settir í nefndir eða heiðraðir á annan hátt. Æfin- lega eru einhverjir í hópnum, sem eru í allra bezta skapi á meðan þeir hafa einhver völd eða skipa einhvem heiðurs- sess, en geta svo ekki stigið niður úr embættis-ondveginu með góðu, þegar þar að kemur. Niðurstigningin frá þess- ari hæð ofan að jafnsléttunni, þar sem óbreyttir meðlimir haldast við, er of mikið fyrir þann mæli göfuglyndis, sem

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.