Sameiningin - 01.04.1918, Side 19
49
þeir eiga yfir að ráða. ]?eir láta eins og embættið ætti að
heyra >eim eilíflega til; og þegar einhverjum öðrum er veitt-
ur heiðurinn, sem sjálfir þeir nutu um stund fyrir góðvild
jafningja sinna, þá taka þeir sér það til og þykjast móðgað-
ir. Stundum brýzt móðgunar-tilfinningin út hjá þeim opin-
berlega; stundum segja þeir ekkert en ganga eftir á með
píslarvotts-svip, eins og þeir beri eitthvert ranglæti eða
meiðing með þolinmæði. En hvort heldur sem ofan á verð-
ur, þá taka þeir líklega lítinn sem engan þátt í félagsstarf-
inu þar á eftir, og stundum ganga þeir með ólundina æfi-
langt.
petta eru aðeins nokkur sýnishorn þeirra leiðinlegu
skapbresta, sem ganga ljósum logum í heiminum. Vér vit-
um allir, hversu sú háttsemi lýtir fagran manndóm. Ekkert
reynir betur innræti manna og lunderni heldur en það,
hvernig menn taka ðsigri og móðgunum. “Sælir eru hóg-
værir” — það er blessunar-yfirlýsing, sem snertir daglegt
mannlíf miklu meir en margan grunar. Lofstír er að sönnu
liúffengur, en vér erum andlega veiklaðir ef vér getum ekki
verið með ljúfu geði nema þegar aðrir bera oss vel söguna,
upp í eyrun eða á bak, og missum svo móðinn, og góðlyndið,
þegar hólið, sem vér áttum von á, kemur ekki í leitimar.
Ágætt heilræði býður oss að vera fyrri til að veita öðrum
virðing, og þegar ungur maður hefir aflokið starfstíma
sínum, sem embættismaður eða nefndarformaður í einhverju
félagi, sem hann heyrir til, þá ætti hann með ljúfu geði að
víkja úr sætinu fyrir einhverjum öðrum, hverfa glaður inn
í almúgann aftur og vinna betur en áður í þeim almenna
verkahring.
Leggjum niður barnaskapinn fyrir fult og alt. Ung-
lingarnir eiga að byrja á því mjög snemma. Ef þú finnur
hjá sjálfum þér hina minstu tilhneiging til að ganga með
firrur eða ólund eða öfund eða afbrýði, eða einhvern annan
barnaskap, þá hefir þú ágætt tækifæri til að temja þér
lundemi Krists. Viltu gjöra það?
G. G.