Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1918, Síða 20

Sameiningin - 01.04.1918, Síða 20
50 Merkismannatal. Hitt og þetta um ýmsa mseta menn, helzt kirkjulega, menn, sem margir eiga ekki kost íi. að kynnast, en sem uppbyggilegt er aS vita eitthvað um og þekkja. Eftir séra Jóhann Bjarnason. IV. Bernard frá Clairvaux. Hann var einhver hinn áhrifamesti maður kirkjunnar á fyrri hluta tólftu aldar, fæddur í Fountaines, nálægt Díjon á Frakklandi árið 1091. Dáinn 1153. Faðir hans var hermaður og féll í hernaði þegar Bernard var á unga aldri. Móðir Bernards var mjög ágæt kona, gáfuð og guðhrædd. Dó hún áður en Bernard náði fullorðins aldri. Tóku þá mik- ilhæfir ættingjar við uppfóstri piltsins og settu hann til menta. Á þeirri tíð þótti hermannsstaðan ærið glæsiíeg og er mælt að ættingjar Bernards hefðu ætlað honum þá lífs- stöðu, ef hann hefði verið líkamlega hraustur og heil*ugóð- ur. pað var hann ekki. Var þá næst ákveðið, að kirkjunn- ar maður skyldi hann verða. Er og mælt, að hugur hans hafi mjög snemma hneigst í þá átt. Höfðu áhrif móður hans og uppeldið meðan hún lifði mjög stutt að þessu. Vildu nú ættingjar Bernards, að hann næði hinni beztu skólament- un, sem völ væri á, og kæmist sem fyrst í hátt og gott kirkju- legt embætti. Fyrrihlutann af þessari ráðstöfun vildi Bernard gjarnan þiggja og þáði og varð með hinum lærð- ustu og bezt mentuðu mönnum sinnar tíðar. En feitt og glæsilegt kirkjulegt embætti vildi hann ekki. Vildí ekkert annað en verða munkur. Var það mjög á móti sk&pi ætt- ingjanna, sem stutt höfðu hann til menta. Svo varð þó að vera. Var ekki nóg með það, að Bernard yrði sjálfur munk- ur, heldur dró hann bræður sína og vini, unga memtamenn um þrjátíu að tölu, inn í munkaregluna með sér. Var það hin smáa og fátæka Cistercia-regla, sem þeir gengu í, stundum kallaðir grá-munkar og stundum Bemardínar, kendir við Bernard, hinn mesta mann þeirrar regrlu. Var eiginlega reformeruð grein af Benedikta-reglunní. Varð Cistercia reglan síðar á tímum mikið útbreidd o>g feikna voldug. Taldi um eitt skeið um 750 klaustur. Ekki leið á löngu, áður en Bernard þokaðist upp úr því að vera réttur og sléttur munkur. Var hann gerður að ábóta í nýstofnuðu klaustri í smábænum Clairvaux (frb. Klervó), Varð klaustur þetta hið áhrifamesta á sinni tíð, S'ökum frá-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.