Sameiningin - 01.04.1918, Qupperneq 23
53
heimspekingur og guðfræðingur og svo mikill skylminga-
maður í ræðustólnum, að enginn ]?ótti standa honum á sporði.
Aðalkenning hans í guðfræðinni var sú, að maður ætti að
byrja á efa og vinna sig svo áfram upp á við til trúar og
trúa því einu, sem þannig væri prófað og sannað. Bemard
aðhyltist aftur á móti, að trúarvissan kæmi með hjartan-
legri undirgefni undir Guðs opinberuðu sannindi, stöðugri
bæn og helgun lífernisins. Kenning Abelards um guðlega
þrenning þótti og vera nokkuð blendin. Var hann sakaður
um að nálgast æði mikið villukenning Sabellíusar, er uppi
var á þriðju öld. Sú villukenning var í því fólgin, að þrenn-
ingin væri ekkert annað en það, að Guð hefði birzt í þrem
myndum, en væri að eins ein persóna. Myndirnar þrjár-
mismunandi hefði hann tekið til að inna af hendi þrjú mis-
munandi ætlunarverk. Á undan holdtekjunni hefði Guð
birzt sem faðir, í holdtekjunni sem sonur, og eftir himnaför
Krists sem heilagur andi. Abelard kendi, að Guð, sem al-
máttugur, gæti kallast faðir, sem vísdómsfullur, sonur, og
sem gæzkuríkur og náðugur, heilagur andi. Varasömust af
öllu þótti þó kenning hans um Krist. Guðdómur Jesú Krists
varð eftir kenning Abelards lítið annað en nafnið tómt.
Kristur eiginlega ekki annað en mikill siðabótamaður, sem
lætur lífið fyrir kenning sína, en kenningin svo háleit og
Kristur sjálfur svo göfug persóna, að fólk, með því að hugsa
um og virða fyrir sér þessa göfugu persónu, kenningu hans,
pínu og dauða, verður svo gagntekið af kærleika til Krists,
að það fær mátt til þess að slíta af sér fjötra syndarinnar
og verða aðnjótandi frelsis Guðs-barna. Með öðrum orðum:
Abelard aðhyllist, að helgunin ein sé nægileg til frels-
unar, en gengur fram hjá réttlætiskenningunni. Raun-
ar má segja, að réttlætiskenningin væri þá ekki búin að ná
þeirri festu, sem hún náði síðar, um og eftir siðabótina, en
það átti þó að heita að kirkjan yfirleitt kendi, að Kristur
hefði dáið heilögum fórnardauða fyrir syndir mannanna. Á
það virtist sem Abelard legði enga áherzlu. Kendi hann það
líka, að flestar ef ekki allar kenningar kristindómsins hefðu
áður verið kendar af grískum eða rómverskum spekingum.
peir hefði og verið innblásnir á líkan hátt og postularnir og
spámennirnir. Helzta hrósið, sem postulunum bæri, væri
það, að þeir hefðu lagt sig niður við það, að kenna hinum
lítilmótlegu og fáfróðu.
Áður en Bernard lagði út í deiluna við Pétur Abelard,
reyndi hann einslega að fá hann til þess að sjá að sér. En
Abelard var maður stífur í lund, stórbrotinn og metnaðar-