Sameiningin - 01.04.1918, Síða 26
56
Um ástundun Bernards að lesa Guðs orð, er það sagt
um hann, að hann hafi svo að segja lifað á heilagri ritningu.
Er þá þar með bent á, hvaðan honum kom styrkur sá hínn
mikli, er gerði hann að þeirri hetju trúarinnar, sem hann
var. Jafnframt þar líka áminning til mín og annara, »em
hróplega vanrækja Guðs orð. Má margt læra af Bernard og
öðrum þjónum Drottins, sem flestum betur hefir tekist að
gera nafn Drottins dýrðlegt á jörðunni. — Nafnið sem öll
kné eiga að beygja sig fyrir, nafnið hið eina, sem mönnum er
unt hólpnum í að verða. —
RADDIR FRÁ ALMENNINGI
Deild þessa annast séra G. Guttormsson.
ÚR BRÉFI
frá manni í Saskatchewan.
Svo sem kunn.ugt er gefa marglr sig við hinni svokölluðu anda-
trú nú á dögum, og ekki síöur kennimenn en menn af öðrum stéttum.
Sumir gleöja sig yfir þessum tilraunum til aö ná sambandi viö fram-
liöna. Telja árangurinn—þótt litill sé—líklegan til aö styrkja þá
menn, sem veikir eru í trúnni á framhald lifsins. Þetta má viröast
gott, þegar á það er litiö aöeins frá þessari hliö, en þegar eg Iít á það
frá sjónarmiði trúar og kristindóms, þá finst mér það bera vott um
andlega deyfð—eða dauða öllu heldur—þegar kristnir menn, og jafn-
vel prestarnir sjálfir, þurfa slíks við til þess að styrkja trú sina
Mér finst þetta vera líkast þvi, aö menn ráfi í villumyrkri kolsvörtu
eins og hirðislausir sauðir í eyðimörku, týndir og áttaviltir. Gæti
það ekki verið, að ef þeir með tímanum komast svo langt í þessum
“visindum”, að verða einhvers verulegs megnugir, að þetta yrði þá
notað á likan hátt og spekin hjá hinum forn-egypsku töfrannönnum,
sem gjörðu kraftav'erkin á móti Móse með aðstoð illra anda, sjálfum
sér og öðrum til óblessunar?
“Þá trú og þol vHl þrotna,
þrengir að neyðin vönd,
reis þú við reyrinn brotna,
og rétt mér þína hönd”.
“Hann lifir sem til lífs mér dó,
hann lifir, það er hugar fró,
er vantrú ill og fjanda fans,
með frekju ræðst á kirkju hans;