Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1918, Qupperneq 32

Sameiningin - 01.04.1918, Qupperneq 32
62 girnd.. Hér er það ágirndin, sem hann varar við. 1 báðum Iexíun- ,um koma átakanlegar andstæður i ljós: öðru megin guðræknin, trú- hneigðir menn, en þó haldnir af syndsamiegri sjálfselsku; hinu- megin meistarinn, á ferð til Jerúsalem til þess að leggja þar sjálfan sig í sölurnar fyrir mannkynið. Ríki maðurinn ungi, sem hér er sagt frá, var ráðvandur og trúaður maður eftir mælikvarða sinnar tíðar; gleymum því ekki. Þó stóðst bann ekki prófið, sem Jesú- setti fyrir hann. Ef vér viljum heyra Kristi til, þá verðum vér ad gefa honum alt, sjálfa oss og eigurnar með. Hann hefir frelsaS mig “til þess að eg sé hans eigin eign”. Prófum sjálfa oss: er ekki eitt- hvað, sem vér viljum halda dauSahaldi í, sem vér höfum test svn mikið ástfóstur við, að vér mundum hika við að láta það af hendi, ef meistarinn sjálf.ur krefðist þess? Sé svö, þá er það eiiímitt »á hlutur, sem vér þurfum að fórna á altari trúarinnar. Þeirn hlut megum vér ekki halda, nema Drottinn sjálfur gefi oss hann aftur. eins og hann gaf Albraham. aftur son hans Isak á Móríafjalli. A»t- fóstur unga mannsins voru auðæfin. Sama hættan getur legiö fyrír oss sem honum. Ágirndin er lymskur löstur, vex jafnt og þétt, án þess að mikið beri á. Allir safpa einhverju, og hjartað' dvelur hjá fjársjóðun.um — tengist við þá. JarSneskir fjársjóðir knýta víö jörSina, himneskir við himininn. Auk þess liggur í auðnum freíst- ing til sérhlífni, eigingirni, hóglífis, svalls og margskonar lasta. Það, sem allra dýrmætast er, verður vanalega ekki keypt fyrir peninga;— vinátta, trygð, sálarfriður, lífið sjálft. Orðin um úlfaldann og nálar- augað eiga auðvitað ekki að skiljast bókstaflega, en í þeim liggur sannsögul og alvarleg aðvörun eins fyrir því. Ungi maðurinn þóttist hafa haldið öll boðorðin; þó sýndi hann það í verkinu, að hann hafði ekki haldið fyrsta boðorðið. Sjálfsréttlætingin er blind. VERKEFNI: 1. För Jesú um Pereu. 2. Enginn góður nema Guð. 3. Augasteinninn. 4. Ágirndin; hættan sem í henni felst, VI. LEXÍA, 12. MAI. — Krossinn framundan.—Mark, 10. 32-45. MINNISTEXTI: Hann lítillœkkaði sjálfan sig og varð hlýð- UMRÆDUEFNI: Mikillcikur í þjónustu. Les til hliösjónar: Matt. 20, 20-28; Lúk. 22, 25-27. — Saga lexíunnar gjörist fáum dög- um fyrir pálmasunnudag. Jesús er á leið frá Pereu til Jerúsalem. og líklega kominn vestur yfir Jordan í grend við Jeríkö. Hugur hans dv’elur við krossdauðann, sem nú var .ekki langt fram tjnclan, píslar-fórnina, sem hann hafði svo oft talaö um við lærisveinana á Jjessari ferð. Þeir finna, að eitthvað þungt ligg.ur á huga hans, og ganga á eftir honum, hljóðir og undrandi. Þó skildu þeir ekkí þetta. sem hann var að kenna þeim, betur en svo, að þetta sama kvöld koma tveir þeirra —Jakob og Jóhannes, frændur hans eftir fjoldinu — til hans og biöja hann að veita sér æðstu tignarsætin, þegar hann sé búinn að stofna hið glæsilega, jarðneska Messíasarrtki. Svona illa gengur ófullkomnum manni að skilja andleg sannindi guSsríkis. Jesús ávítar þá ekki, þolinmæði hans er svo mikil. En hann notar

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.