Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1919, Page 6

Sameiningin - 01.12.1919, Page 6
290 ósjálfrátt inn í sálu þína, hefir eigi einungis gjört þér það unt, heldur og fyr eða síðar liefir áþreifanlega sann- að eða mun sanna, að það er óaðskiljanlegt frá ákvörðun þinni, að vakna til hins andlega lífsins. Eins og það eitt sinn, þá er þú varst ungbarn, lá fyrir þér, að þroskast og “verða stór”, eins ertu eitt sinn fyrir skírnina í Jesú nafni ákvarðaður til þess, að það heilagleikans sæði, sem þá var gróðursett í sálu þinni, á sínum tíma þroskist og beri dásamlega ávexti andans, sem postulinn Póll segir að séu: kærleiki, gleði, friðsemi, langlundargeð, góðlyndi, góðvild, trúmenska, liógværð, bindindi (Gal. 5, 22). Þessa andans eiginleika höfum vér og séð og heyrt um getið að meiru eður minnu leyti hjá öllum miklum guðs- mönnum; — og hver sem þú ert, kristni bróðir, þá láttu þér aldrei detta í liug, sízt á endurlausnarhátíð gjörvalls mannkynsins, að efast um, að þú þegar hafir fengið vopn- in í hendurnar til að ganga á hólm við óvini andans í þínu eigin holdi, sem, ef til vill, hingað til hafa aftrað þér frá að afklæðast ham ómenskunnar og óréttlætisins. Tíminv er þegar fyrir löngu kominn, að mál er að rísa upp af svefninum; alt bendir þér á, að umksifti eiga sem fyrst að verða á þínum innra manni: endurlausnargleði jóla- hátiðarnnar, árið, sem bráðum rennur í ægi eilífðarinnar, vetrarsólin, sem nýfarin er að liækka á liveli himinsins,— það eru alt isaman bendingar náðarinnar og náttúrunnar til vor mannanna, kröftugar áminningar um, að verða samtaka í uppbyrjun nýrrar lífsstefnu, sem lielguð er himnanna konungi, heimsins endurlausnara, Drotni vor- um Jesú Kristi. Þá er hið þriðja og síðasta, sem fvrir öllum oss á að liggja, en það er fæðing vor frá dauðanum til hins eilífa lífsins, —eða flutningur vor héðan úr tímanum inn í ei- lífðina. Eg efast varla um, að allir þér, sem orð mín lieyrið, liafið oft og iðulega liugsað um þetta hulda og lió- leita atriði örlaga vorra, en alt um það get eg ekki leitt það hjá mér, einmitt á þessari hátíðlegu stundu, að renna huga mínum út yfir takmörk tíma og grafar og í Jesú nafni taka á móti þeim friði og fögnuði, sem kristindóm- urinn einn megnar að láta til mín streyma frá ljóssins liafi í eilífðinni. Hvað væri fæðingardagur þinn, krist-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.