Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1919, Side 11

Sameiningin - 01.12.1919, Side 11
295 Engill Jólanna: Svo er víst. Get eg orðiÖ þér aS nokkru liði ! Pílagrímur: Það vona eg, því lijálpar þarfnast eg sannarlega. Eg er Pílagrímur, nngur eins og þú sér, og mjög lítilsigldur. Eg hefi heyrt getið um konunginn góða, sem eitt sinn kom í heiminn á jólum, og hversu hann enn þá elskar þegna sína og gleðst, er hann verður þess var, að þeir elski sig. Mig langar til þess, að færa honum við- eigandi gjöf á afmæli hans, og er kominn til að biðja þig að hjálpa mér til að velja hana. Éngill Jólanna: Feginn vildi eg hjálpa þér, kæri ungi Pílagrímur, en það er ekki á rnínu valdi. Þú verður að prófa sjálfur gjöfina, því það verður liver og einn að velja sjálfur gjöfina handa Konunginum. Úr mörgum gjöfum verður þú að velja, Pílagrímur, því þú ert uugur, og lífið mun bjóða þér margskonar gæði. En mun þú það, að æskan hverfur, en lífið er eilíft, og öll erum vér konungsbörn. Pílagrímur: Alt ráð mitt er á reiki og eg er hjálpar- vana. Er enginn, sem getur leiðbeint rnér ? Engill Jólanna: Jú, Vizka, sem heldur á bók Sann- leikans í höndum sér, getur leiðbeint þér. Og hér kemur önnur heilladís. (Samvizka kemur inn,heldur á stundaglasi.) Samvizka, tala þú við Pílagrím þenna, þegar honum liggur mest á. En mun þú það, Pílagrímur, að hver ráð, sem þér verða gefin, verður þú samt sjálfur að velja. — (Fer.) (Skemtun kemur inn.) Pílagrímur: Hver ert þú, sem líður áfram svo létti- lega og' með svo mikilli piýði! Getur það verið, að þú hafir erindi við lítilmótlegan Pílagrím. Skemtun: Eg heiti Skemtun. (Réttir blóm að Píla- grím). Eg kem til þess að bjóða þér þetta blóm. Það er ágæt gjöf og merki um glaðar stuudir og áliyggjulaust líf. Það er töfravöndur, sem opnar dyr að veizlusölum og næturglaumi, þar sem nautnaþráin svellur í æðum. Enga gjöf getur þú valið, sem betur eigi við jólatíðina. Því hvað eru jólin annað en glymjandi gleðidagar til að leika sér og hlæja. Samvizka (lyftir stundaglasinu): Gáðu að þér. Stundirnar líða og blóm Skemtunar fölna fljótt.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.