Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1919, Qupperneq 20

Sameiningin - 01.12.1919, Qupperneq 20
304 miskunnsemi. Guð—þar er dýrðin.; Guð með oss, þar er náðin. Fyrir Guði einum mættum vér skelfast. En “Guð með oss” fyllir hjartað öruggri von. Takið textann allan, og berið hann í brjóstum yðar eins og ilmjurtavönd, sem fyllir hjartað angan friðar og gleði. Andinn opni sálir yðar fyrir sannleikanum, og sannleikann fyrir sálum yðar. Kristur Jesús var menskur maður; hinn annar Adam, fyr- irmynd og málsvari mannkynsins. pér megið ekki hugsa yður hann sem mann, er hafi breyzt í Guð, fremur en þér þorið að skoða hann sem Guð, er hafi breyzt í mann, eða hálfguð. Hvorki megum vér hugsa oss hin tvö eðli runnin saman í eitt, né heldur skoða persónuna tvískifta. — Hann er ein persóna, og þó er hann samt maður, um leið og hann er sannur Guð. Hugleiðið þennan sannlei'ka, og segið: “Hann, sem í hásætinu situr, er maður eins og vér, að syndinni einni fráskilinni.” Nei, yfir þetta ná engin orð, eg vil ekki ræða það meira; það efni er of hátt fyrir mig, eg er hræddur um, að eg myndi tala of gálauslega En hugleiðið þetta aftur og aftur og vitið, hvort það er ekki sætara en hunang og hunangseimur. “Sá Guð, er stýrir himni háum, hann hvílir nú ‘í dýrastalli lágum; sá Guð, er öll á himins hnoss, varð hold á jörð og býr með oss.” Af því hann var með oss, íklæddur eðli voru, þá var Guð einnig með oss á lífs-förinni. Varla getið þér fundið á göngu lífsins nokkurn þann áfangastað, að Jesús hafi ekki haft þar viðdvöl, eða nokkurn erviðan vegar-kafla, sem hann hefir ekki farið yfir. Fótspor hans getið þér rakið yfir alla vegu lífsins, frá innganginum alt að hliði dauðans. Varst þú í vöggu? Hann var þar líka. Varst þú barn, for- eldrum undirgefinn? Kristur var líka drengur á heimili sínu í Nazaret. Hefir þú gengið út í baráttu lífsins ? Drottinn þinr. og meistari gjörði það sama, og þótt hann lifði ekki til elliára, þá bar hann á sér mörkin eftir erviði og þjáningar löngu fyrir aldur fram. Ert þú einmana? Svo var hann, í óbygðum úti, og á fjöll- um uppi, og í dimmu næturinnar í grasgarðinum. Ert þú á mamnamótum? par var ihann líka, og vann verk sín í þéttustu þrönginni. Hvar getur þú verið niður kominn, uppi á hæðar- brún eða niðri í djúpum dal, á landi eða á sjó, í dagsbirtu eða næturmyrkri, — hvar, isegi eg, getur þú verið svo niður kominn, að ekki hafi Jesús verið þar á undan þér? Einn maður var hann, og sjálfum sér samkvæmur í öllu,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.