Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1919, Page 27

Sameiningin - 01.12.1919, Page 27
311 stjörnunni, og hún var alt af að reyna að raula dýrðarsöng englanna. Orðin kunni hún. En hún átti bágt tneð að ná lag- inu. Móðir hennar var líka að horfa á stjörnuna, og fyrir það hrasaði hún og datt. pað var ákaflega sárt, þegar börurnar duttu niður á harða brautina, og Miriam hljóðaði upp yfir sig af sársaukanum. Svo urðu þau að hvála sig lengi, þó að skamt væri eftir, og það fanst henni þungbærast. pað var að birta af degi, þegar hirðirinn kom aftur. “Við höfum séð konunginn, bræður mínir og eg,” sagði hann, allur ljómandi af fögnuði. “Konungsbarnið, sem á að drotna yfir ísrael, eins og Guð feðra vorra hefir heitið. Við verðum að láta aðra vita af því, sem okkur hefir verið sagt um þetta barn. En fyrst ætla eg að fara þangað með þig, stúlka litla, og for- eldra þína. Komið þið!” pau komu að gistihúsinu og að fjárhúsinu, sem var að baki þess. Hvernig þar var umhorfs eða hverjir þar voru, um það hafði Miriam enga hugmynd, því hún sá ekkert nema barnið dásamlega, sem lá þar í heyinu á jötunni, svo saklaust og fag- urt. pegjandi báru mennirnir tveir sjúkrabörurnar fast að jöt- unni. Ósjálfrátt rétti Miriam út hendina og lagði hana með lotningu á heyið og sagði í hálfum hljóðum: “Konungurinn minn litli!” Ungbarnið sneri sér við, rétt eins og það ihefði heyrt til hennar, og höndin hans litla kom snöggvast við hönd hennar. Svo báru mennirnir hana burtu aftur. En hún æpti upp yfir sig ful'l af fögnuði: “Sársaukinn er horfinn! Mér er batnað í fætinum! Eg er vies um, að eg get gengið! Ó, mamma! Ó, pabbi! pað er gjöf frá litla konunginum mínum!” Sunnudagsskóla-lexíur. FYRSTI ÁRSFJÓRÐUNGUR 1920. Lexíu-textar síðasta ársfjórðungs voru (að tveimur undan- skildum) kaflar úr æfisögu þeirra Péturs og Jóhannesar, teknir úr guðspjöllunum. pessi fjórðungur heldur sama efni áfram og lýkur við það — en kaflarnir eru nú teknir úr postulasög- unni og ritum þeirra tveggja, lærisveina, ;sem um er að ræða. Reynt verður, samkvæmt tilmælum síðasta kirkjuþings, að breyta skýringunum dáilítið, miða þær meira við hæfi nemenda, en gjört hefir verið. Fyrir þá sök verður ýmsu slept, sem áður var látið fylgja: listum yfir hliðsjónar-kafla, bendingum um umræðu-efni. Aftur á móti verður reynt að setja fram á sem allra ljósustu máli iþau aðal-atriði hverrar lexíu, sem hver nem- andi ætti að vita.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.