Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1923, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.03.1923, Blaðsíða 19
83 er hundruö þúsunda kristinna raanna á Indlandi- hafa gert a'ö fram- sóknarmerki sínu. ÁÖur en endi er bundinn á þessi atriöi úr æfisögu þessa ein- kennilega manns, vildi eg leyfa mér aö láta fylgja hér með áeggjun- arorð hans til ungra manna. En þau eru á þessa leið: Ungu menn! Vaknið til starfs. Umhverfis yður á báðar hend- ur eru þeir, sem lifa og deyja án þess að þekkja Jesúm. Hlutverk yðar er, að gera hann kunnan. Áfram til starfs og stríðs! Guð leggur gullin tækifæri að fótum yðar. Ef þér ekki sinnið þeim, koma þau ekki til baka. Kalli skyldan til starfs, til stríðs, þá hlýðið henni nú! Sláið ekki á frest góðu áformunum. Yður verður aldrei aftur- kvæmt á þessar stöðvar. Sá dagur nálgast, að þér sjáið píslarvott- ana, sem liðu og dóu fyrir málefni drottins, sjáið þá í eilífri dýrð Tíminn lýður. Drag ekki sjálfan þig á tálar. “Vinn, því að völt er stundin vinn þú að morgni dags.” ---------o-------- MONIKA. Eftir séra Sigurð S. Christophersson. ýEramh.) Monika er fædcl árið 332 e. Kr., í hinttm forna bæ Tagaste, í Ntunidia héraði í Norður-Afríku. Sá bær kallast nú Souk Arras. Móðir hennar hét Faconda. Ekki er getið um nafn föður hennar. Mbnika naut mikils ástfósturs móð'ur sinnar, líka var hún undir umsjón þjónustustúlku þar á heimilinu, sent hafði fóstrað föður hennar. Litlar sögur fara af Moniku fyrri hluta æfinnar; þó tóku rnenn eftir ýmsum einkennum í fari hennar, sem komu betur í ljós með aldrinum. Var hún snemma trúhneigð, er mælt að hún hafi stundum læðst inn í kirkjuna til að biðjast fyrir. Fremur var hún einræn og tók sig út úr barnaleikjum og fór einförum. Góðfús var hún við fátæka og útbýtti þeim sælgæti því, sem henni var gefið. tlversdagslega var hún blíðlynd og jafngeðja. Hin eiginlega æfisaga Moniku byrjar með giftingunni : gekk hún að eiga Patricius, heiðinn mann af háurn stigum, en lítið hafði hann annað til síns ágætis; hann var bráðlyndur og riðinn við óreglu. Moniku var ráðahagur þessi mjög móti skapi. Hið nýja heimili var henni til sárra vonbrigða. Hiö mikla bráð- lyndi manns hennar, kaldlyndi tengdamóðurinnar og jtjónustu- fólkið, sent tók sér snið af húsbændunum,—alt jjetta gerði Mon- iktt lífið lítt ltærilegt. En M'oniku skildist, að köllun sin væri á heimili þessti; á- setti sér að láta ekki hugfallast, heklur reyna til að vinna mann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.