Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1923, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.03.1923, Blaðsíða 29
Sáöjör'Sin var margskonar, en sáSmaSurinn skildi þó engan blett eftir í akrinum. GuS vill, aS viS njótum allir miskunnar sinn- ar. Hjá honum er ekkert manngreinarálit. Hánn veitir gjafir sín- ar vondum og góSum ('Matt. 5, 45), til þess aS þeir, sem vondir eru, gangist fyrir miskunn hans og og láti af syndum sínum fRóm. 2, 4 2. Kor. 5, 14;. “SæðiS er GuSs orS,” segir Jesús. Gleymum ekki þessu atriSi. Öll vinna bóndans er einskis virSi, hversu vandlega sem hann und- irbýr akurinn, ef útsæSiS vantat'. Eins er meS mannshjartaS. Alt er ónýtt, nema lifandi frækorn GuSs orSs taki þar rætur. Ekkert getur komiS í staSinn fyrir þaS útsæSi. Ef viS viljum frelsast, ef vi'S viljum' taka framförum í trú og helgun, þá verðutn viS aS leyfa GuSi a'S tala viS okkur; verSum aS hlýSa á orSiS hans. Og GuS vill, aS útsæSi þessu sé sáS um alla jörðina. En þótt útsæSið sé hiS bezta, sem til er, þá er ávöxturinn mis- jafn, af því aS jörSin er ekki alstaSar jafn góS. SáSjörSin er mannshjartaS. Fyrst talar Jesús um hörðu hjörtun, sem alls ekki taka viS orSinu. FrækorniS tók ekki rætur, af því aS jörðin var harS-troSin. 'Svo er um þá; sem ekki fást til aS taka eftir orSi GuSs. í>eir eru har'ShjartaSir. Ular girndir og hugsanir hafa flakkað fram og aftur yfir akur hjartans í brjósti þeirra, þangaS til þeir eru orSnir harSir, sljóir og tilfinningalausir, og láta sig engu skifta réttlæti GuSs eSa miskunn. Og svo stelur sá vondi orSinu burt úr huga þeirra, svo aS þeir skuli ekki hugsa eftir því síSar meir. ASrir eru likir grýttum akri. Hjartalag þeirra er eins og þunn- ur jarövegur ofan á harSri klöpp. Þeir eru Ijúfir í bráS, en stöSug- lyndiS vantar. Þetta eru þeir, sem eru haldnir af h.verflyndi heims- ins og alvöruleysi. Þeir hlusta í bráSina, en íhuga ekki orSiS; geyma þaS ekki í hjarta sínu. Aðrir heyra orSiS og íhuga; jarSvegurinn virSist nógu gljúpur, alvörugefnin nógu mikil. Alt gengur nógu vel um tíma, en brátt kemur þaS i ljós, að jörSin var þakin illgresis-frækornum. Þyrn- arnir vaxa upp og kæfa niSur ávöxtinn. IllgresiS í hjartanu er tvenskonar. Fyrst eru áhyggjur og auSæfi. Margir alvörugefnir og ráösettir menn hugsa svo mikiS um veraldlegt umstang sitt, aS þeir gleyma GuSi. Hugsa ekki út í þaS, aS eitt er nauðsynlegt (%úk. 10 42). Safna auSinum, sem mölur og ryS eyðir, og dauSinn tekur frá þeim von bráSar. Hitt illgresið er unaSsemdirnar. Margir selja frelsara sinn, ekki fyrir peninga, heldur fyrir glaum og gleöi. Því er miSur, að Júdas á sér miklu fleiri líka, heldur en Pétur á fráfalls-stundinni, í kirkju Guðs. “Menn afneita ekki frels- ara sínum, þeir selja hann” (Ruskinj. Hugsum oft um þaS, hve heimskulegt þaS er, að leggja rækt við illgresiö. Sá sem selur fæöu sína fyrir gull, deyr að lokum úr hungri. Svo fer þeim, er selur náöarorð GuSs fyrir auS e'ða munaS heimsins.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.