Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1923, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.03.1923, Blaðsíða 30
94 En svo er GuSi fyrir a‘ð þakka, að til er góð sáðjörS, sem gefur af sér góða uppskeru: Hjarta, sem er viðkvæmt og kærleiksríkt; sem er alvörugefið og leitar og hugleiðir; sem þráir miskunn Guðs, og hungrar og þyrstir eftir réttlæti. Slíkt hjarta getum við allir átt, ef við leitum liðsinnis hjá Guði fsjá Sálm 1, 2. 3). Sálmar: 13, 130, 191, 192, 343, 2-5 ; 35, 5. 6. -------O--T---- TILMÆLI. Fyrir tveimur árum síðan safnaði Mr. G. B. Björnsson all- miklu fé meðal almennings, innan kirkjufélagsins, til að rétta við fjárhag félagsins, sem þá var þröngur. Sumt af þeim loforðum, sem Mr. Björnsson voru gefin, voru þegar borguð, sum hafa verið borguð síðan, en sum eru enn óborguð. Enginn efi er á því, að öll þessi loforð voru gefin af góðum hug og með þeim einlæga ásetningi, að greiða þau skilvíslega. Enginn efar enn, að þau verði greidd, þó það hafi dregist til þessa hjá nokkurum, og geta verið til þess ótal ástæður. Nú þarf kirkjufélagið á peningum að halda. og eru það því vinsamleg tilmæli Framkvæmdarnefndarinnar til allra þeirra, er enn hafa e'kki greitt ofangreind loforð, að greiða þau nú, eins fljótt og ástæður þeirra frekast leyfa. Peningar þessir eiga vitanlega að ganga til féhirðis kirkjufélagsins, en ef einhverjum er þægilegra að borga til einhvers af þjónandfi prestum kirkjufélagsins, þá er það jafn-vel þegið, og eru þeir allir við því búnir, að veita slíkum upphæðum móttöku og kvitta fyrir þær. FINNUR JOHNSON. féh. kirkjufél. 668 McDermot Ave., Winnipeg, Man. A ársfundi Immanúelssafnaífar í Baldur, Man., voru þessir em- bættismenn kosnir: Fulltrúar: Tryggvi Joh'nson, forseti, Ingólfur Jóhannesson, skrifari, Árni Johnson, féhirðir, Páll T. Frederickson og B. Th. ísberg. Djáknar: Mrs. P. T. Frederickson og O. Oliver. A ársfundi Glenboro safnaðar voru þessir embættismenn kosn- ir: Fuiltrúar: Jón Sigvaldason, forseti, G. La-mbertsen, skrifari, F. Frederickson, féhirðir, J. Giilis og J. Baldwin. Djáknar: Mrs. K. Friðbjarnarson og Jón Árnason. Safnaðarnefnd Gimlisafnaffar: Mrs. B. Frímannsson, Mrs. John Stevens, Páll Sveinsson, Th. ísfjörð, Sv. Björnsson; fjögur hin fyrstnefndu voru endurkosin. Djáknanefnd: Mrs. S. Goodman, Mrs. H. P. Tergesen, Mrs. P. Sveinsson, Mrs. Th. Jónasson, Ketill Valgarðsson. Safnaðarnefnd Víðinessafnaðar: Mrs. Elín Thiðriksson, forseti, Mrs. G. Arason, .skrifari, Mrs. O. Thorsteinsson, féhirðir, Mrs. O. Guttormss-on, Mrs. K. Albertsson.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.