Sameiningin - 01.03.1915, Qupperneq 6
o
Karmel og Golgata.
Og er þeir komu til þess staöar. sem kallaður er Hauskúpa,
krossfestu þeir hann þar og illv'irkjana, annan til hægri handar, en
hinn til vinstri. Ejn Jesús sagöi: Faöir, fyrirgef þeim, þvl þeir
vita ekki, hvaö þeir gcra. Því næst skiftu þeir milli sin klæðum
hans, og köstuöu hlutum um. Og fólkiö stóö og horfði á; en höfð-
ingjarnir gerðu gys að honum og sögöu: öörum bjargaði hann;
bjargi hann nú sjálfutn sér, ef hann er Kristur Guðs, hinn útvaldi.
Sömuleiðis hæddu hann og hermennirnir, báru honum edik og sögðu;
Ef þú ert konungur Gyðinga, þá bjargaðu sjálfum þér, Yfirskrift
var og yfir honuni: Þessi er konungur Gyðinga. En annar af ill-
virkjunum, sem upp voru hengdir, lastmælti honum og sagði: Ert
þú ekki Kristur;? )’BjargaÖU) sjálfum þér og okkur. En hinn svar-
aði, ávítaöi hann og sagði: Hræðist þú ekki einu sinni Guð, þar
sem þú ert þó undir sáina dómi? Og við erum þaö með réttu, þvi
viö fáum makleg gjöld fyrir, þaö, sem viö höfum gert, en þessi
hefir ekkert rangt aðhafast. Óg hann sagði: Jesú, minst þú mín,
þegar þú kemur í konungsdýrö þinni Og hann sagði við hann:
Sannlega segi eg þér, í dag skaltu vera með mér k Paradís—JLúk.
23, 33—43).
Algjörri dauðaþögn mun hafa lostið niður í einni
svipan, eins og réiðarslagi, í mangrúann, sem stóð
saman-þjappaður þarná umhverfis aftökustaðinn á Gol
gata. Svo mikið virðist rriéga lesa á mitli línanna í þess-
arri einföldu frásögn hjá íjúkasi. Hjá því gat varla
farið heldur, að steinhljóð færðist á augabragði yfir all-
an mannsöfnuðiun, um leið og hermennirnir gripu band-
ingjann, sein átti að'yera í miðið, og byi-juðu böðuls-verk
sitt. Þessi allsherjar-þögn mun hafa marg-aukið hvert
hljóð, sem barst frá krossinum niðurliggjanda; þrengt
liverju andvaijii, sem þaðan heyrðist, gegn um merg og
bein: negit inenn niður rígfasta í sporin, þar sem þeir
stóðu, ineð liverju hamarshöggi; haldið mönnum högg-
dofa lengi eftir augnablikið voðalega, þegar krossinn var
reistur uyi|i.
i’etta, sem fram fór, var svo hræðilegt, að jafnvel
fjandmennirnir hafa staðið sem steini lostnir. Jafnvel
lieiftin kulnar út á |>ví augnabliki, þegar hún liefir svalað
sér til fulls. Það er eins og hefndarverkið verði að
spegli fyrir augum hennar; eins og hún sjái sitt eigið