Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1915, Síða 7

Sameiningin - 01.03.1915, Síða 7
3 (xorgón-höfuð í þeii ri skuggsjá og þoli ekki sjóniua. En hún deyr ekki; hún er lífseigari en svo. Hún fellur að éins í ómegin, en raknar óðar við aftur og lifir þaðan í frá til þess eins að réttlæta illverkið. Það er því vel skiljanlegt, að jafnvel “höfðingjarnir” sem Lúkas talar um, lia.fi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds á þessu augnabliki, þegar hann, sem þeir ofsóktu, hafði tekið út alla þá smán og kvöl, sem þeir í heiftaræði sínu liöfðu hrópað yfir hann. Þeir gátu ekki annað en þagað. Hér bar líka annað til þess, að “fólkið stóð og horfði á” það, sem fram fór, og höfðingjarnir líka, að því er virðist. Allir þektu þeir hann, sem þarna hékk á krossinum fyrir augum þeirra. Kraftaverk hans voru þeim öllum í fersku minni. Og kenning hans líka. Hún var ólík öllu því, sem þeir höfðu lievrt áður. Guðssonar- tignin, sem hatm hafði tileinkað sér, og það jafnvel undir eið í heyranda hljóði frammi fyrir ráðinu—þetta guð- Jast. sem honum var gefið að dauðasök—, sú endurminn ing mun háfa verið efst í hugum allra, bæði vina og ó- vina, á þessarri stund. Hvorugir munu hafa getað var- ist hugsuninni uni það efni. Myndi hann nú sanna orð sín þárna,, með guðlegu teikni frá himnum, stíga niður áf krossinum, ef til vill, og hefnast harðlega á óvinum sínum? Þarna, sem oftar, leynist sama hugboðið hjá trúuðum og vantrúuðum. Hjá trúmanninum er það von, en ótti hjá hinum. Svo líður drykklöng stund, og ekkei-t ber til tíðinda. Hann,- sem þeir eru allir að hugsa um, hangir þarna á krossinum á milli tveggja illræðismanna, eins átakanleg mynd mannlegrar eymdar og niðurlægingar og hjálpar- leysis eins og þeir geta hugsað sér. Hann er nú bók- staflega orðinn “líkur manni þeim, sem menn byrgja fyrir andlit sín”, því margir snúa sér undan, af því þeir þola ekki að horfa á þessa hrygðarsjón. Alt í einu kveða við hróp og brigzlvrði höfðingj- anna. Þögnin er rofin; óttinn vikinn á bug; heiftin roknuð úr roti aftur. Þetta teikn, sein þeir liöfðu kviðið fyrir, er hvergi sjáanlegt. Sigurinn er þeirra. Grimd- ar-æðið færist aftur í aukana; þeir geta ekki látið hann

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.