Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1915, Side 11

Sameiningin - 01.03.1915, Side 11
miMð til síns máls, því Þjóðvev.jar eru nuuma iðnastir og þrautseigastir við hverskonar linýsni. Rannsókna- gáfan framúrskarandi. En nú liefir ófriðurinn mikli leitt í ljós sorglegan brest á öðrum luefileika í gáfnalagi þessarrar greindu þjóðar—og það er lurfileiki, sem er engu ónauðsynlegri hverjum vísindamanni en rannsókn- argáfan. Til að gera “vísindalegar niðurstÖður” á byggilegar, þarf fræðimaðurinn ekld að eins A iðni að halda við að tína sönnunargögnin saman. Hann þarf að eiga sannleiksást, frjálsa og óháða öllum hieypidómum. Ömurlega lítið hefir borið á þeirri gáfu hjá þeim há- lærðu mönnum meðal Þjóðverja, sem hópum saman hafa gert sér far um að fegra málstað stjórnar sinnar í aug- urn annaria þjóða. Ekki svo að skilja, að þeir hafi far- ið með ósannindi svo orð sé á gerandi, heldur lítur svo út, sem þeirn hafi í sumum efnum verið ómögulegt að sjá sannleikann, þann sannleik, sem öll málsgögn bentu tví- mælalaust á Það er eins og þeir hafi ekki getað lesið þar annað í málið en það, sem þeirra eigin þjóð kom liezt, svo augljós og ákveðin sem merki þau vorn, er hlutu að benda þeim í áttina til gagnstæðrar niðurstöðu Og svo sem að sjálfsögðu hafa þeir svo beitt rökfærslu sinni allri svo einstrengingslega, sýnt þar svo augljósa til- hneiging til að fara með vafninga og flækjur, að þeir hafa stór-skemt fyrir málstað lands síns meðal hlut- lausra þjóða Og svo ha.fa menn fengið hálfgérðan óhug á þessum mentamönnum sjálfum—farið að hafa grun um það, að ekki sé gott að trúa þeim í blindni eða reiða sig athugunarlítið á dómgreind þeirra, í öðrum efnum. Raddir í þessa átt hafa heyrst frá merkum mönnum hlutlausra þjóða, að sögn blaðsins Literary Ðigest, sem þó hefir ekki fengið orð á sig fyrir að draga taum Eng- lendinga. Sérstaklega er orð á því haft, hve illa fræði- mönnum þeim hafi tekiist að halda uppi vörnum fyrir meðferð Þjóðverja á Belgíumönnum. Ekki er því ólík- legt, að Þjóðverja-dýrkunin af hálfu mentamanna verði hóflegri framvegis eri að undanförnu, og að sú mikla þjóð græði fremur en tapi á þeim viðbrigðum þegar til lengdar lætur

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.