Sameiningin - 01.03.1915, Qupperneq 13
9
andlegt er og yfirnáttúrlegt, og að gefa því jafnvel oft
og tíðurn engan gaum. Vonandi verður það ein afleið-
ing ófriðarins, að menn hallist aftur að grundvallar-
sannindum kristinnar trúar, því nútíðar-guðfræðin hefir
alt of oft gengið algerlega fram hjá þeim.”
G. G.
“Séra Keli”
Ofanígjöf ósvikna fær kirkjan á íslandi hjá Jóni
Trausta í sögukorni, sem hann hefir birta látið í síðasta
hefti Eimreiðarinnar. Smásaga þessi nefnist “Séra
Keli”, í liöfuðið á söguhetjunni, uppgjafa-presti nolckr-
um og hálfgerðum flæking, sem komist hefir í ónáð hjá
stiftsyfirvöldunum fyrir bersögli sína í þeirra garð, og
upp úr því saupsætti orðið sakaður um ofdrykkju og
dæmdur frá kjóli og kalli. \’ið þessa meðferð eykst svo
óreglan stórlega fyrir honum, og beiskjan í lund lians að
sama skapi, og hann verður nokkurs konar hirtingar-
vöndur þjóðar og kirkju.
Af einhverri hendingu skolar svo manni þessum upp
á prestafundi, sem verið er að halda í íslenzkum kaup-
stað á helgum degi. Lítið er um skjall í lýising liöfund-
arins á fundi þessmn. Síður en svo. Prestarnir, sem
þar eru saman komnir — háæruverðugir menn allir sam-
an, auðvitað, en með sitt auka-járnið hver í hagnaðaiv
eldi heimsins—, eru að sjóða saman áskorun til alþingis
um l)ót á launakjörum presta. Og fólkið þyrpist prúð-
búið inn í fundarsalinn, xneð fram fyrir þá sök, að það
er ‘ ‘ sunnudagur, og auðvitað messufall vegna fundar-
ins.” Höfundurinn hefir hér dregið átakanlega mynd
af sama ástandinu þar heima, sem dr. Jón Bjarnason
vandaði uxn manna bezt, á meðan liann lifði. Og ekki
virðist nýmæla-stefnan hafa bætt þar mikið úr skák •—
sem ekki var heldur von, fremur þar en annarsstaðar—,
ef dæmt skal eftir sögu þessarri.
“Séra Keli” biður um orðið þarna á fundinum, rétt
þegar áskorunar-tillagan um launakjör presta á að