Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1915, Page 14

Sameiningin - 01.03.1915, Page 14
10 ganga til atkvæða. Það tekst ekki, að þagga niður í honum. "Eru það launakjör presta á himni eða. jörðu, sem á að bæta?” spyr hann, og hláturinn glyrnur um alt húsið. En séra Kela er ekki hlátur í hug. Hann lætur á- kúrurnar dynja á þjóð og kirkju, sérstaklega á kirkj unni. Það, sem hér fer á eftir, er ofurlítill útdráttur úr þeim reiðilestri hér og hvar: “Á hverjum prestafundi er talah um launakjör presta. Mér liggur vi« aö segja, a'ö sumum af fyrverandi embættisbræörum mín- um standi aö mestu á sama um þaíS, hv'að þeir kenna, eöa hvort þeir kenna nokkuö, ef þeir að eins fá brairS, — gott brauö. og laun- in þeirra sæmilega trygö — helzt aukin ofurlitiö. “Islenzka þjóöin er sjúk af lygi—lygi i allskonar myndum. En hver ykkar hefir gripiö merki sannleikans og brotist fram fyrir skjöldu móti lyginni ? Nei, þiö eruö að hugsa um launakjörin. “Á þessum síöustu og verstu tímum eru hér á landi tveir stjórn- málaflokkar, en lygin skiftist á milli þeirrra. Stjórnarflokkurinn ver gerðir sínar meö lygum; hinn flokkurinn reynir aö steypa henni með lygum. Lygar, sem allir vita að eru lygar, eru breiddar út hátt og i hljóöi i því trausti, aö einhver glæpist á þeim. Og prestarnir, hvaö gera þeir? Þeir skiftast avtðvitaö á báða flokkana eins og lygin. Þeir hylla Jygina eins og aörir, og halda fyrir henni skildi; þeir styöja hana, þjóna henni og þykir vænt urn hana, gera sér gæl- ttr við hana eins og góða veiöibrellu. líöa fiokk sínutn að nota hana sér til hagsmuna, nota hana sjálfir sér til gengis. og fljóta sumir inn á þingið í hennar fulltingi. “Þetta er satt og meira til, Þið sjáið saklausa menn lagða í einelti með lyguni og rógi og æruleysis níði; þið sjáið góð fyrirtæki nidd og rægð og svívirt. Þið sjáið argasta hégóma og leikaraskap vaggað í lofi og dálæti, fölsku lygagliti vafið utan um margt það, sem einskis vert er eða jafnvel skaðlegt. Á alt þetta horfið þið að- gerðalausir, af því að vinir ykkar og kunningjar og flokksbræður etga einhvern hluta að rnáli — af því þiö sjálfir erttð fyrir löngu orðnir samdauna og meðsekir. “Þið standið í stólnum sunnudag eftir sunnudag, einir um orðið, ábyrgðarlausir nenta fyrir Guði himnanna einunt. Þið horfið ofan vfir bekkina. Þangað safnast allur þessi ósónti, sem gengur vel til fara, alt þetta, sem skreytir sig með yfirskyni drengskapar og föð- urlandsástar, alt þetta, sem lifir á þjóðarlyginni, feitri og fallegri. Og þið flettiö ekki ofan af því flíkunum. “Eg bið ykkur að afsaka, herrar tnínir! En eg var nú sjálíur farinn að fara með ósannindi. Þið horfið ekki á neitt ofan úr stólunum annað en bekkina. Þar sitja engir, ekkert af því, sem eg nefndi áðan. Kirkjurnar ykkar eru tómar. Menn vita það fvrir

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.