Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1915, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.03.1915, Blaðsíða 16
12 honurti, Mtt beint á orsökina til þess vanniáttar og úr- ræðaleyisis, sem þjáir nútíðarkirkjuna. Kirkjunni hefir hvað eftir annað verið brugðið uin það, að hún væri orðin á eftir tímanum, guðfræði bennar hafi dagað uppi eins og nátttröll í sólarljósi vísindanna —og orðið að dauðum steini, að hjálpræðisboðskapur hennar nái engum tökum framar á hjörtum manna, nema hann sé steyptur upp aftur í móti þess hugsunarháttar, sem þessa stundina er hæstmóðins. Óþarft er að eigna þeim leiðtogum illar hvatir, sem tekið hafa til þessa ráðs. Auðvitað hafa þeir séð al- múgann, efasjúkan og áhugalausan um trúmál, beygja leið sína fram hjá kirkjunni. Og svo sem að sjálfsögðu hefir þá langað til að gera vegabætur á kirkjuleiðinni— að nema burt þaðan alt það. sem gerði leiðina torsókta öllum þorra manna. Og ekki ber að efast um það. að þeir hafi rutt því einu úr vegi, sem þeim sjálfum fanst ósatt eða ranglátt. En hver er svo afieiðing umbótannaf “Kirkjurnar ykkar eru tómar,” segir séra Keli. Ráðið hefir ekki dugað. Eólkið hefir ekki lyst á þessu sætmeti skyn- semskunnar nýju. svo Ijúffengt sem það á að vera. Er það ekki sárgrætilegt ? Hér er búið að nfa alla bygg- ingu fornrar guðfræði niður til grunna, kippa burtu öllum fornum fúaviðum, byggja hana upp aft-ur eftir listar- reglum tíðarandans, brevta því öllu, sem áður lmeyksl- aði auga vantrúarmannsins; búið að nema burt allar misfellur, allar “mótsagnir”, alt, sem vantrúaður lieims- maður gat fett fingur út í; og svo, þegar búið er að “moderníséra” alt kenningarkerfi kristindómsins, — “snikka” ]>að svona dásamlega til, þangað til alt er þar orðið svo felt og smelt, sem upplýst “ trúarvitund” nú- tíðarmannsins getur framast á kosið, — þá fvrst missir fólkið þennan litla snefil, sem það átti eftir af lotning fyrir kirkjunni. Hvað getur verið sorglegra? En hvað er í raun réttri eðlilegra, þegar á alt er litið? Hafi kirkjan ekki fengið sitt sérstaka erindi til mananna beint frá Guði sjálfum, þá liefir hún alls ekkert erindi til þeirra, alls enga ástæðu fvrir tilveru sinni. Og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.