Sameiningin - 01.03.1915, Síða 18
14
náð tilgangi sínum. Og‘ til hvers er hún þá? Til þess
eins að auka óvissuna og glundroðann í lífi margra; gera
þeim torfundnari og torsóktari leiðina að krossi Krists.
Og svo við banabeðinn! TTvað geta þeir sagt og gert
hinum devjandi til hughreystingar! Ekkert, því tal
þeirra um kærleika Guðs skortir undirstöðuna: fórnar
dauða Jesú.
“Þetta nafn: nýguðfræði—það er rangt og \dliandi.
Þetta er hvorki guðfræði né heldur nýfra'ði. Miklu held-
ur gömul afneitun, sem oft hefir gert vart við sig áður.
T mínum augum er afneitun aidrei vísindi. Lítilmenni
getur rifið niður, en stórmennið byggir upp. Það, sem
þessir nýju fræðimenn hafa afrekað, er þetta eitt: rifið
niður, jafnað við jörðu, þar sem áður stóð krossinn
Krists. En hugboð hefi eg um það, að þegar dauðinn
stendur við rúm þeirra, þá muni ef til vill hinn krossfesti
hvarfla fyrir hugskotssjónir þeirra, og þeir finna, að
gott er að hvíla höfuðið þreytt við barminn hans.
Þetta er von mín. ------í gömlu trúnni vil eg lifa og
starfa, og eg veit, að hún verður síðasti huggarinn minn,
þegar alt hverfur.”
Eitraðar barnabækur.
Kftir Rdwartl \V. Mumford.
(Lauslega þýtt úr “The Sunday School Times.”)
Sögubækurnar, sem Ameríkumenn keyptu handa
börnum sínum á árinu sem leið. voru flest-állar skað
legar.
All-mikið sagt; en þó er þetta sannleikurinn einbf'r
og ekkert meira. Mér er jafnvel óhætt að taka enn dýpra
í árinni. Þér hefir verið innrætt andstyg’ð á skáldsagna
ruslinu gamla, sem selt var fvrir finiin eða tíu eent bók-
in; en hafi sögur þær verið spillandi, þá eru þessar ný-
móðins-barnasögur fæistar hótinu betri.
Því þær eru mestmegnis gamla ruslið í breyttum
búningi. Ef til \'ill trúir.þú ekki orðum mínum sönnnn-
arlaust. Gott og vel. Hér er sönnunin.
A skrifstofunni hjá mér er “fimm eenta skáldsaga”