Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1915, Side 19

Sameiningin - 01.03.1915, Side 19
15 kápu klædd, svo auðþekt á asnaeyrtumm, að ekki er um að villast. Svei- sig í ættina, hvar sem á er litið; efnið er andlaust, klúrt og æsandi. Önnur bók innbundin er við hliðina á henni; mesti sóma gripur til að sjá og vekur því engan grun. J henni eru myndir af drengjum við knattleika og aðrar íþróttir. Þó ber þessi hók sama nafn og hin og í báðum er sama sháldsagan, orð fyrir orð. Hér er annað til marks. Rf til vill er lesendum ekki kunnugt um það, að kvikmynda-sýningar hafa skemt fyr- ir ‘ ‘ fimm centa sögunum” gömlu. Unglingarnir kaupa sér nú taugaæsing í annari mynd en áður. Afleiðingin er sú, að menn þeir, sem fyrir nokkrum árum fengust við að klekja út óinnbundnum fimin centa skáldsögum, rita enn sama ruslið og áður, en fá. það gefið út í bandi og selt fyrir 25 cent. Eg veit um þó nokkra skriffinna, sem þetta hafa gert. Það er eigi all-langt síðan, að kvenhöfundur bauð sína fyrstu skáldsögu manni einum, sem gefur út ódýrar barnabækur. Handritið var keypt. “Bn vér þurfum tvær sögur í viðbót þennan mánuð,” sagði útgefandinn. Þegar konan lét undrun sína í ljós, var henni sagt það, að félag þetta gæti fengið jafn-langa barnasögu — meira en tvö hundruð blaðsíður að stærð — setta saman á tíu dögum f Nev' York hvenær sem væri. Og þetta var satt. Svo má að orði kveða, að það séu vélar en ekki menn, sem setja þessar bækur saman. Margar þeirra eru samdar á nokkurskonar verkstæðum, þar sem formaðurinn leggur til hvert ágripið eftir ann- að og undirmenn teygja svo lopanu og gera skáldsögu úr. Ef þörf gerist, geta þeir framleitt heilan söguflokk í tíu bindum — og fimtíu þúsuud orð í bindinu — á fá- einum vikum! Gretur nokkrum hlandast hugur um það, hve lélegar hækur þær hljóta að vera, sem svo eru til komnar f Það er auðvelt að þekkja þessar skaðlegu bækur úr. Oangið inn í hverja helzt bókabúð eða deilda-verzlun sem er hér í Ameríku (undantekningar eru þó til, sem betur fer), og biðjið um vinsælustu sögurnar fyrir börn á rek- inu frá tíu til fimtán ára. Yður verða sýndar bækur, sem

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.