Sameiningin - 01.03.1915, Side 22
18
Sem betur fer, eru bóksalarnir einnig farnir ab
sansa sig á því, að þrátt fyrir auðgripinn ávinning í bili,
muni salan á þessu skaðlega rnsli ekki reynast atvinnu
þeirra nein féþúfa þegar til lengdar lætur. Ástæðan er
sú, að b«‘kur þessar glæða ekki hjá börnunum löngun
eftir neinn því, sem er í raun og veru fagurt, beilnæmt
eða varanlegt. Þroskist á hinn bóginn smekkur ung-
lingsins í áttina til betri sögubóka, þá fer hann bráðum
að lesa hinar “klassisku” skáldsögur, og þar næst ef til
vill sögurit, æfisögur merkra manna, vísinda bækur,
ljóðmæli, og svo koll af kolli, þar til hann er orðinn reglu-
legur bókavinur og um leið stöðugur skiftavinur bók-
salans.
Nú, sem stendur, er sú þörfin brýnust, að allir þess-
ir brautryðjendur góðra barnabóka taki höndum saman.
f þeim samtökum ættu bókabúðir allar að vera, ásamt
með bókasöfnum, sunnudagsskólum, Boy Scouts, kven-
klúbbum og öllum þeim félögum öðrum, sem að einhverju
leyti berjast fyrir velferð barnanna.
Bóksalarnir ættu að láta sér ant uin inálið, fyrir
hagnaðar sakir, þó ekki væri annað. Bókaverðirnir ættu
að veita því lið, af ])ví ]>að verður til að auka tölu bók-
vina, og eykur um leið áhrif og verksvið bókasafnanna.
Allir þeir, sem að einhverju levti gefa sig við uppeldi
barna, ættu að gefa þassu gaum, því drengir vorir og
stúlkur eru nú sem stendur að úrættast, og það alvarlega,
undir óhollum áhrifum bókanna, sem þau lesa.
Það fer ekki i launkofa, að vér Ameríkumenn erum
lírt ‘‘gefnir fyrir bókina”, og að oss hrakar jafnvel í
þessu efni meo hverju árinu. Aðgætnir útlendingar saka
oss um léttúð og grunnhygni. Sá siður, að skifta öllum
vökustimdunum niður milli vinnu vorrar og eintómra
skemtana, s\’o að engin stund verður eftir til uppbyga-
ingai andlegu lífi voru, hann virðist vera hið glöggasta
einkenni þjóðar vorrar, sem gefur út sextíu af hundraði
allra tímarita heimsins, en ekki nema sex af liundraði
nýrra bóka.
Haust hvert, þegar hin eiginlega kauptíð byrjar í
allri bókaverzlun, þá a'ttu bókasöfnin að semja skrá vfir