Sameiningin - 01.03.1915, Page 23
30
bækur þær, sem þau mæla með hauda börmrm á öllurn
aldri. Skrám þessum ættu svo bóksalarnir og allir
barnavinir að útbýta; svo og sunnudagsskólar allir,
kennarar á alþýðuskólum, kvenklúbbar og aðrar stofn-
anir slíkar. Fæstir kaupendur þekkja góðar bækur frá
illum, en þeir geta lært að fara eftir skrám þessum. Að
minsta kosti ætti það að vera auðvelt fvrir sunnudags-
skóla og mentastofnanir allar, að koma sér saman um
kaup á þeim bókum einum, sem slík rnoðmæli bljóta. Á
þennan bátt er bægt að þroska svo þekldng og smekk
fólksins á hvaða stöðum sem er, að bókakaup og bóka-
lestur taki stórum breytingum, að áhrifin verði alveg
ótrúlega mikil á andlegt líf unglinganna.
Því er miður, að margir sunnudagsskólar bafa revnt
að afla sér hylli barnanna með því að hafa í bókasöfnum
sínum ýmsar þær bækur, sem stinga fremur í stúf við
það, sem kent er í skólunum. Nefndirnar, sem fyrir
bókakaupum standa, eru að sínu leyti eins og einstakir
kaupendur — þær vilja dekra við börnin, og fá um leið
sem allra flestar bækur fyrir peninga sína. Enn fremur
ber þess að gæta, að bækur þær hinar lélegu eru sífelt á
boðstólum bafðar, bæði á söluskrám og öðrum auglýsing-
um útgáfufélaga þeirra, sem verzla ineð kristilegar bæk-
ur; og er því sízt kvn, þótt nefndirnar vari sig ekki á
sögunum. Mörg slík útgáfufélög geta ekki varið sumar
þær bækur, sein þau hafa á boðstólum. með iiðru en eft-
irspurninni.
Bókavörður í undirborg nokkurri í Nýja Englandi
sýndi mér nýlega skrá yfir bækur þær, sem fjórtán ára
gamall drengur liafði lesið þar á einu ári. Sú upptaln-
ing byrjaði á fimm centa skáldsögu, sem pilturinn var að
lesa þegar bún fyrst veitti honum eftirtekt. Síðan komu
góðar sögubækur og önnui- rit, sem hún bafði ráðlagt
honum að lesa, og að endingu sagnfræðirit og æfisögur
merkra manna. Slíkum framförum, þó ekki ætíð jafn-
skjótum, gætu þúsundir unglinga vorra tekið, þeirra, er
nú lesa ekkert annað en ódýrt og skaðlegt sögurusl.
Finst nú foreldrum og kennunim ómaksins vert að
taka þátt f viðleitni þessarri til að stemma stigu fyrir