Sameiningin - 01.03.1915, Qupperneq 26
22
Raddir frá almenningi.
Mér hefir ávalt þótt hann óviöjafnanlega fagur, fornsöguþátt
urinn íslenzki um ívar Ingimundarson. 1 honum er gulliö alger-
lega skýrt og soralaust. Þátturinn er ritaður til þess aö halda á
lofti minningunni um valmensku Eysteins Noregskonungs, Magnús-
sonar berfætta, eins og ráöa má af þessum formálsoröum sögurit-
arans: “í þeim hlut má marka, er nú mun ek segja, hverr ágetis-
maSr Eysteinn konungr var at ráöspeki, eör hve mjök hann var vin
liollr ok hugkvæmr eftir at leita viö vini sína, hvat þeim væri at
harmi, ef hann sá þá óglaða.”
ívar Ingimundarson var hiröinaöur Eysteins konungs, íslenzkur
aö ætt, gáfumaöur, stórættaöur og skáld gott. “Konungr viröi hann
mikils, ok var til hans ástsamlega, sem sýnast mun.” ívar þessi
varö fyrir því óláni, aö bróöir hans sveik hann í trygöum og gekk
aö eiga konu þá, sem ívar unni hugástum. Út af þessu sótti á ívar
þunglyndi sv'o mikið, aö konungur veitti því eftirtekt. Hann kallar
fvar á eintal viö sig og spyr hvaö valdi ógleöi hans. Ivar vill ekki
segja frá því. Konungur gengur á hann, og fær þaö að lokum upp
úr honum, að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum í ástasökum. Þá
býður konungur honum fulltingi sitt til þess, að hann nái konunni.
og það jafnvel þótt hún sé öðrum manni gefin. Ekki getur ívar
þegið það boð. “Þungligar er farit málinu, herra,” segir hann,
“bróðir minn á nú konuna.” “Hverfum þar þá frá,” segir kon-
ungur, “sé ek þar gott ráð til; þegar eftir jólin mun ek fara á veizlu,
ok far þú með mér, ok muntú þar sjá margar kurteisar konur, ok
ef eigi eru konungbornar, þá mun ek fá þér einhverja.” Ivar svar-
ar: “Herra, því þungligar er komit mínu máli, at jafnan, er ek sé
fagrar konur ok drengiligar, þá minnir mik þessarrar konu ok er æ
því meiri minn harmur.” Þá býður konungur honum eignir til utn-
ráða, eða Iausafé til kaupferða, en ívar getur hvorugan kostinn
þegið. Þá mælti konungur: “Vandast mér nú heldr, enn þó má
eigi vita, hvat helzt hlýðir, ok hefi ek nú eftir leitast, sem ek kann.
Nú er einn hlutr eftir, ok er sá lítils verðr hjá þessum, er ek hefí
boðit þér.--------Far þú á minn fund hvern dag þá er borð eru
uppi, ok eg sit eigi yfir nauðsynjamálum, ok mun eg hjala viö þik:
skulutn vit ræöa um konu Jiessa, alla vega sem þú vill, ok í hug má
koma; og mun ek gefa þér tóm til þessa, því at þat verðr stundum,
at mönnum verðr harms sins léttara, ef um er rætt; ok þat skal ok
þessu fylgja, at þú skalt aldrei gjafalaust af mínum fundi fara.”
ívar svaraði: “Þetta vil ek, herra, og hafit mikla þökk fyrir yðra
eftirleitan.” Þetta ráð dugði, “ok bættist nú tvari harms síns von
bráðara.”
Flestum mun reynast ráð Eysteins konungs ágætt til afþreying
ar, þegar sorgin sækir þá heim; en þó er ráöið sjálfsagt jafn-gott,
ef ekki enn betra, til annars en harmaléttis.