Sameiningin - 01.03.1915, Qupperneq 27
23
Vér höfum allir gott af því a‘ö tala við aöra, aö minsta kosti
stöku sinnum, urn einhvern þann hlut, sem vér eigurn dýrmætan í
eigu vorri. Vér þurfum ekki aÖ missa, til þess að slíkar umræður
reynist blessunarríkar. Það, sem v'ér eigum fagurt eða gott, verður
enn fegra og betra í vörum eig:n augum, þegar vér sýnum það öör-
um. Svo er meðal annars um helgidóma trúarinnar. Þeir verða
sjálfum oss margfalt dýrmætari við það, að vér reynum á einhverti
hátt að koma öðrum mönnum í skilning um gildi þeirra. Reynslan
mun verða sú, að vér förum aldrei gjafalaust frá slíku samtali,
fremur en farið var frá Eysteini konungi. En svo eigum vér auövit-
að ekki að taka þátt í þeim umræöum fyrir sjálfa oss aö eins,
heldur til að hjálpa öðrum; til aö miðla þeim af því, sem vér eigurn
Itezt í eigu v'orri, svo að þeir fari ekki gjafalaust frá oss.
Með þetta í huga birti eg í Janúar-blaði Sameiningarinnar
"vinsamleg tilmæli’'' til kristinna Islendinga hér í álfu, þess efnis, aö
þeir léti eitthvað til sín heyra utn trúarrevnslu sína, helzt i sambandi
við þá sálma íslenzka, sem þeir hefði mætur á. Nokkur bréf hefi
eg þegar fengið, og vil eg nú enn mælast til þess, að fleiri verði viö
tilmælunum, og hjálpi þannig bæði sjálfum sér og öðrum.
Svo litur út, að eg hafi ekki tekið það nógu skýrt fram. aö það
voru umræður um íslenzka sábna, sem eg óskaði eftir sérstaklega,
]iví flest bréfin fjalla um önnur efni, en alt þó i sömu áttina. Læt
eg hér fylgja kafla úr sumum bréfunum, en geymi önnur þangað til
síðar.
Kona í Norður-Dakota ritar á þessa leið: “Það er eðlilegt, aö
kaupendur og lesendur Sameiningarinnar veiti efni blaðsins ná-
kvæma eftirtekt. Fyrir þá sök má líka ganga að því v'ísu, að þér
með yöar bróðurlegu og v'insamlegu tilmælum í síðasta blaði hennar
hafið snortið hjörtu margra lesenda hennar meö hlýleik. Eg á
aldraða móður í húsinu hjá mér. Viö, eg og hún, eigttm oft tal satnati
ttm málefni kristindómsins, og við berum djúpa virðingu fyrir öllum
þeim, sem standa stöðugir undir merki drottins vors og meistara.”
Þetta eru góð orð og hlýleg, og eg finn mér skylt að þakka
fyrir þau. Jafnframt vil eg leyfa mér að minna þær mæðgur á
það, að þær eru einnig á konungsfundi, — eins og Ivar Ingimund-
arson—, þegar þær eiga tal saman um málefni kristindómsins.
"Hvar sent tveir eða þrír eru saman kontnir í ntínu nafni, þar er eg
mitt á meðal þeirra,” segir sá konuttgur. Og viss er eg um þaö. að
þær fara aldrei gjafalausar af hans fundi við slík tækiíæri.
Þaö, sem hér fylgir, er frá manni í Saskatchewan:
“Þessa bæn hefi eg sjálfur búið mér til og les hana á hverju
lcvöldi hvar sent eg er staddur:
“Almáttugi, góði Guð! bænheyrðu tnig í Jesú nafni. Styrktu
mig i móti freistingum holdsins og heimsins; opnaðu eyra mitt svo
að orði'Ö ]>itt blessað fái eg heyrt og skilið. Drottinn minn, Jesús!