Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1915, Page 28

Sameiningin - 01.03.1915, Page 28
24 auk þú mér trúna; láttu mig staúfastlega trúa öllum þínum blessuöu lífsins oröum og fyrirheitum. Drottinn minn og Guö minn! fyrir- gefðu mér allar mínar synrlir, v'itanlegar og óvitanlegar, sem eg daglega móðga þig með; fvrirgeðu mér þær fyrir Jesú Kristí kvöl og pmu, sem hann leið fyrir mig á krossinum. Drottinn minn, Jesús! kendu mér að elska þig af öllu hjart, allri sálu og öllum huga, og ná- ungann sem sjálfan mig. Haltu mér fast og stöðuglega viS þitt blessað lífsins orS og láttu mig aldrei frá því víkja. Drottinn minn og Guð minn! hreinsaðu hjarta mitt af öllum saurugum hugsunum. Komdu svo til mín, Jesú minn! og búðu í hjarta minu með þínum góða heilaga anda, svo að eg stööugt læri af honum, og verði á- mintur um alt það, sem mér er til góðs, en þér til dýrðar. Amen.” Bæn þessi er hugljúf og látlaus og ber vott um góðan skilning á meginmáli kristinnar trúar. Sá getur ekki verið fjarlægur lausnara sínum, sem svona biður frá eigin brjósti. Hér er útdráttur úr bréfi frá manni i Norður-Dakóta: “Eg hefi frá upphafi verið trúhneigður maður. Sú planta var snenuna gróðursett í hjarta mínu og liefi eg reynt að hlúa að henni. Jafnv'el j)ó margt illgresi hafi sprottið umhverfis, þá hefi eg verið að reyna að uppræta jjað. Eg kann mörg góð stef úr andlegum Ijóðum; en ,að segja: ‘Þ.etta þykir mér bezt,’ finst mér vera brot á móti öðru af sama tagi. Auðvitað eru Passíusálmarnir og önnur trúarljóð Hallgríms niér j>að dýrmætasta; finst mér enginn jafnast á við hann í trúarstyrk og trúar-auðmýkt. “Um andlegu málefnin hefir hugsun mín aðallega verið á lifs- leiðinni. Þó eg hafi verið að gefa mig við stundlegum störfum, þá hefir mér fundist það aukavinna. Mér finst sá sunnudagur vera mér glataður, sem líður svo, að eg geti ekki lesið guðs orð eða hlustað á það hjá öðrum. “Eg hefi oft að undanförnu hrygst af lauslyndi landa okkar í trúmálum, en samt hefir það haft þau áhrif á mig, að eg hefi betur en ella virt fyrir mér hvar eg stæði sjálfur í þeim efnum, svo þetta hefir fyrir náð Drottins gefið mér aukinn styrk á mínum lúterska grundv'elli. ‘ Eg vildi að landar mínir tæki upp aftur aukna heimilis-guð- rækni, sem Jjeir hafa látið niður falla og legði meiri rækt við kristilega uppfræðslu æskulýðsins. Annars verður margt af því bezta úr okkar íslenzka arfi eins og glataður sjóður í framtíðinni.” Betur að sem flestir fengist til að geyma í huga sér orð þessa manns um glataða helgidaga. Að síðustu skal hér birtur kafli úr bréfi frá vini mínum Hjálm- ari Hjámarssyni. “Samkvæmt ósk þinni í síðasta blaði Sameiningarinnar finn eg mér hjartanlega ljúft að birta fyrir almenningi þann gimstein úr islenzkum trúarljóðum, sem öðrum fremur hefir lyft huga mínum

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.