Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1915, Side 34

Sameiningin - 01.03.1915, Side 34
30 Tive oft þeir þurftu nú aö skola munninn, og enn óskiljanlegra, hvers vegna hinir 150 drengir gátu aldrei spýtt vatninu út um neinn ann- an glugga en ])enna eina, þar sem Saddhu sat fyrir utan. Einn góðan veöurdag var mikið um aö vera i skólanum. Öllum á óvart v'ar eftirlitsmaðurinn kominn. Hann prófaði vandlega hverja deild um sig, og þá þótti nú drengjunum betra, að þurfa ekki að láta standa á svarinu. Loks varð honum litið þangað sem Sadd- hu sat fyrir utan gluggann. “Fyrir hvað er verið að hegna þessum dreng, með því að láta hann sitja þarna?” spurði hann. “Það er lægri-stétta flækingur, herra minn, sem gerir það að gamni sínu að vera þarna,” svaraði kennarinn. “Látið hann koma hingað inn,” sagði eftirlitsmaðurinn. Og svo gekk Saddhu undir próf. Einn síns liðs var hann þar inni í skólanum, og hinir drengirnir gættu þess vandlega, að vera sem lengst frá honum, til þess að saurgast ekki. Erfiöar spurningar v'oru fyrir hann lagðar, og hann svaraði þeim sem bezt hann gat og af miklum áhuga. “Þetta er nóg," sagöi eftirlitsmaðurinn, og Saddhu tók saman bækurnar sínar og fór. Og svo hélt eftirlitsmaöurinn ræðu. Hann sagði, að Saddhu væri bezt að sér af öllum piltunum, og hældi kennaranum fyrir það, hve vel hann hefði kent honum. Og hann benti hinum piltunum á það, að þeim væri nær að taka þennan alþýðupilt sér til fyrirmynd- ar, en að fyrirlíta hann fyrir það, að hann væri ekki af eins tign- um ættum eins og þeir. Nokkrum árum síðar, þegar kristinn trúboðsskóli var reistur þar í þorpinu, varð Saddlni kénnari við þann skóla, og þar kendi hann inni i björtu og fallegu skólahúsinu öðrum alþýðudrengjum þau fræði. sem hann hafði sjálfur þurft að nema fvrir litan skóla- gluggann. FIjUGDREKA RN11 i. (Saga frá Kína.) Toksang og Yingchi áttu heima nálægt höll keisarans. rétt hjá Peking. Þeir voru leikbræöur; en samkomulagið var ekki altaf sem bezt, því Yingchi var ekki sérlega vandaður að því, með hvaða ráöum hann hafði betur í leik. Ef Toksang fann að því, þá hló hann og sagði: “J>ú ert gufa, Toksang. Það verður aldrei maður úr þér; því þú ert ekki nógu úrræðagóður. T’egar við verðum stórir, þá verð eg ríkur maður og voklugur, en þú verður fátæklingur og kemur þá til mín og biður mig að lána þér peninga.” “T’ó aö eg verði fátækur, þá skal eg samt vera ráðvandur,” svaraði Toksang. *) p. e.: pegar sólin skín Þannig, aS skugginn af honum fellur ekki inn í skólastofuna, hegar hann stendur fyrir utan giuggann.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.