Íslendingur - 09.04.1915, Blaðsíða 2
ISLENDINQUR
2
1. tbl.
• •••••• • • • • • • • ••••-• • •-•-••• •♦••••••• •-♦•-• • • • • •••••••••••• ••••••
hann var í eftirlitsferð til fremstu liðssveitanna. Hann er allþungt
haldinn.
6. aprril.
Rússar hafa lagt hafnbann á Eystrasalts hafnir Pjóðverja og
lagt |3ar tundurdufl. Nokkur þýsk gufuskip hafa sokkið.
Flokkar bulgveskra stigamanna hafa farið ránsför inn í Serbíu.
Bretakonungur hefir bannað alla áfengisnautn við hirð sína.
Bandaríkjastjórn kréfst 228 þús. dollara skaðabóta af Þjóð-
verjum fyrir að skip þeirra »Prince Eidel Friedrich« sökti ame-
rísku skipi.
Akafir stormar hafa geisað við strendur Norður-Ameríku og
mörg skip hafa farist.
(JWgbl. í Rvík. 3. og 8. apríl 1915.)
Framhald frá i. síðu.
þess i einstökum málum. — Stefna
þess i þeim mun koma i Ijós smátt
og smátt.
Pað er i ráði að birta neðan-
máls i blaðinu handhæga dýra-
lækningabók fyrir alþýðu eftir
Sig. Einarsson, dýralækni. Tilœtl-
unin er, að bókin verði notuð eins-
og nokkurskonar handbók jyrir
skepnueigendur, er leita megi ráða
í þegar ýmsa hinna algengari hús-
dýrasjúkdóma ber að höndum. —
Reynt verður að hafa lýsingar sjúk-
dómanna svo nákvæma, að bú-
fjáreigendur geti þekt þá þegar þá
ber að höndum. Auk þess verða
gefnar helstu varúðarreglur til þess
að koma i veg fyrir sjúkdóma og
loks fyrirsögn um lækningar. — /
sambandi við þetta verða gejnar
leiðbeiningar um það, hver meðul
eru nauðsynleg hverjum bújjáreig-
anda að hafa altaf við hendina,
sjerstaklega öll þesskonar læknis-
lyf, er kaupa má i verslunum og
lyfjabúðum án lœknisseðils.
feg hefi ott orðið var við það,
að slik bók gæti orðið mönnum til
mjög mikils gagns, ekki síst þar
sem hagar til einsog hjer á landi,
að oft er ókleyft að ná til dýra-
lœknis, þar sem aðeins eru tveir
dýralœknar fyrir alt landið.
Bók þessa hefi jeg hugsað mjer
að gefa út í blaðinu neðanmáls,
svo að klippa megi hana út og binda
inn sjerstaklega. Vona jeg að þetta
neðanmálsrit verði kœrkomið is-
lenskum bœndum, og öðrum skepnu-
eigendum.
Ýmsir góðir menn og ritfærir
hjer norðanlands hafa heitið blað-
inu stuðningi sinum.
Vel sömdum ritgerðum um ýms
mál verður þakksamlega veitt við-
taka.
Sig. Einarsson.
Guðmundur Hannesson
í erlendum blöðum.
Sænsk og dönsk blöð herma frá
viðtali við Guðmund prófessor Hann-
esson, eftir að hann kom til Dan-
merkur. Viðræðurnar, eftir pví sem
þessi blöð skýra fra, hnigu að tilgangi
farar þremenninga á konungsfund,
svo og að stjórnmálahorfunum hjer
innanlands. Reyndar ber biöðum
þessum ekki að öllu saman um það,
hvað Guðmundur hafi sagt, en efíir
því sem þeim segist frá, hefir hann
hiklaust haldið því fram, að semja
verði um samband Danmerkur og
íslands á þann veg, að báðar Þjóð-
irnar ceti verið fullkomlega ánægð-
ar með þá samninga, sem gerðir
verði, en íslendingar verði aldrei
ánægðir, nema þeir fái fullveldisrjett
sinn að öllu viðurkendan. Náist
samningar ekki á þeim grundvelli,
þá sje ekki annað fyrir höndum en
skilnaður landanna.
Dönsk blöð ræða nú mikið sam-
band landanna og virðast flest frem-
ur hallast á skilnaðarsveifina.
(Eftir símtali við Reykjavík.)
Þilskip ferst.
*Óli< eign Ottó Tuliniusar, consuls
rakst á sker rjett fyrir austan Horn
á mánudaginn 29. f. m Hafði skipið
verið að synda fyrir hafíshröngl, sem
þar var.
Skipverjar komust allir á land á
skipsbátnum og ísjökum, en engu gátu
þeir bjargað nema mestöllum sjó-
fatnaði.
Skipið komst af skerinu og var þvf
stelnt á land, en sökk áður. Sjást nú
að eins siglutopparnir upp úr sjónum.
Skipverjar eru nú komnir til ísa-
fjarðar.
Er f ráði að senda »Súluna« vest
ur nú um helgina. A hún að taka
skipshöfn »Óla« og fara með hana
auk nokkurra manna, sem með henni
fara hjeðan til fiskja.
Skipaferðir.
wCERES" kom 2. þ. m. til Reykja-
víkur, og fór næsta dag til útlanda.
Bókasafnið opið þriðjudaga, fimtudaga,
laugardaga 5—8, sunnudaga 4—8.
Bæjarfógetaskrifstofan opin virka daga
10—2 og 4—7.
Ræjargjaldkeraskrifstofan opin virka daga
6—7, nema laugardaga 6 - 8.
íslandsbankinn opinn virka daga n — 2,
Landsbankinn — — — u — 2.
LanUssíminn opinn daglangt (8—9) virka
daga, helga daga 10—12 og 4—7.
Pósthúsið cpið virka daga 9—2 og 4—7,
sunnudaga 10—11
»lslendingur« kemur út einu sinni í
viku. Verð frá byrjun til áramóta 2.25
kr, er borgist fyrir 1. júlí. — Upp-
sögn (skrifleg) bundin við áramót, er
ógild nema komin sje til annars hvors
ritstjórans fyrir 1. okt., og sje kaup-
andi skuldlaus við blaðið.
PRENTSMIÐJA ODDS RJORNSSONAR
Húsgogn.
Stoppuð stofugögn, stofuborð
og ef til vill fleiri húsgögn eru
til sölu.
I'itstj. vísar á.
„VESTA" kom frá útlöndum til
Vestmpnnaeyja 3. þ. m.
kGULLFOSS" fór frá K.höfn 1.
apríi, kom til Leith á Páskadaginn,
var ekki farinn þaðan í gær.
Bændanámsskeið
hafa nú tíðkast hjer á landi um
nokkur ár. — í nágrannalöndunum
ruddu þau sjer til rúms um og
eftir aldamótin og hafa hvervetna
þótt hinir bestu boðberar breytinga
í landbúnaðarháttum og nýrra um-
bóta út á meðal almennings. — Sá,
er fyrstur flutti þessa hugmynd hjer
til lands í framkvæmdinni var Sig-
urður Sigurðsson skólastj. á nól-
um. Fyrsta bændanámsskeiðið var
haldið við Hólaskóla í mars 1903.
Síðan hafa bændanámsskeið verið
haldin þar flesta vetur, og jafnvel
suma fyrstu veturna 2 á vetri. —
Hreyfing þessi barst skjótt um
landið. Hinir bændaskólarnir hafa
tekið námsskeiðin upp með sama
fyrirkomulagi, og á Suður- og Vest-
urlandi hefir Búnaðarfjelag Islands
styrkt til námsskeiðahalds nú all-
marga vetur. — Hjer á Norðurlandi
hefir, auk Hólanámsskeiðanna, ver-
íð haldið sitt nátnsskeiðið í hverri
sýslu með tilstyrk Ræktunarfjelags
Norðurlands og Búnaðarfjelags js-
lands Víða hefir fjölmenni safnast
saman á námsskeiðin, bæði ungir
og gamlir, oftast hafa þó verið í
meiri hluta búlausir menn eða
bændaefni en bændur. Einna fjöl-
mennust mánsskeið er hafa verið
hjer á landi eru bændanámsskeiðin
á Grund í Eyjafirði og á Breiðu-
mýri í Pingeyjarsýslu, þar voru að-
komumenn að jafnaði hátt á annað
hundrað og síðasta daginn um 300
manns. Tilgangur bændanámsskeið-