Íslendingur


Íslendingur - 23.07.1915, Blaðsíða 3

Íslendingur - 23.07.1915, Blaðsíða 3
16. tbl. ISLENDINOUR 63 an tundurbát ráku 4 rússnesk beiti- skip á land við Katthamarsvík. — Hafði hann orðið viðskila við flot- ann. Á skipinu voru 21 dauður og 27 særðir menn. (Arbejdet.) Hagur landssjóðs. Ræða ráðherra við framlagn- ing frumvarps til fjárlaga fyrir árin 1916—1917. Að þessu siuni vil jeg ekki fara að ræða frumvörpin hvert út af fyrir sig, en geymi mjer rjett til þess síðar. Jeg vil leyfa mjer að biðja háttv. forseta að taka þau á dagskrá og deildina til meðferðar. Jeg skal svo leyfa mjer að gefa stutt yfirlit yfir fjárhag Iandsins við sfðustu áramót. Eins og menn geta sjeð á fjárlögunum 1914—1913, er tekjuhallinn áætlaður kr. 316,723.85. En að svo komnu verður ekki sagt um, hvernig rætast muni úr um fjárhag landsins. Það kemur ekki fyllilega f ljós fyr en eftir næstu áramót, þegar gjbldin eru öll inn- heimt. Árið 1914 voru tekjur landssjóðs kr. 2,309,862.01. En á fjárlögunum sýnast tekjurnar hafa verið áætlaðar kr. 1 956,235, svo að mismunurinn er kr. 353,627.01. Þessi tekjuauki staíar aðallega af því, að tollarnir hafa reynst meiri en þeir voru áætlaðir. T. d. var útflutnings- gjald áætlað hvort árið kr. 150,000.00 en varð — 19S11 IX-53 Mismunur kr. 45,111.53 Áfengistollur var á- ætlaður kr. 10,000.00 en varð — 3°i539>3i Mismunur kr. 20,53931 Tóbakstollur var á- ætlaður kr. 205,00000 en varð — 224,451.75 Mismunur kr. 19,451-75 Mestu munar á kaffi- og sykurtollinum. Hann var áætlaður kr. 415,000.00 en varð — 525,010.34 Mismunur kr. 110,010.34 Vörurollur var áætl- aður kr. 300,000.00 en varð — 345,222.53 Mismunur kr. 45,222.53 Svo eru ýmsar aðrar tekjur, sem hafa farið nokkuð fram úr áætlun, svo sem pósttekjur, símatekjur og aukatekjur. Ábúðar- og lausafjár- skattur og húsaskattur hafa yfirleitt farið lítið fram dr áætlun. Þá skal jeg snúa mjer að útgjöld- unutn 1914. Þau verða alls kr. 2,580,816.63 En á fjárlögunum sýnast þau hafa verið áætluð kr. 2,119,14463 Mismunurinn milli áætlunarupphæð- arinnar og tekjuupphæðarinnar verður því kr. 461,672.00 En þess ber hjer að gæta, að í út- gjöldunum 1914 hafa verið greiddar 100,000 kr. sem hlutafje Eimskipa- fjelags íslands og 100.000 kr. tillag til Landsbankans, samkvæmt lögum nr. 50, 10. nóv. 1913. Ef maður dregur þessar 200,000 kr. frá, þá yrðu útgjöldin fram yfir áætlun kr. 261,672.00 En af þessari upphæð, sem útgjöldin fara fram yfir áætlun, hafa verið greiddar eftir ýmsum lögum 258,054 kr. 34 au., svo að gjaldaáætlun fjár- laganna og útgjöldin standast nokk- urnveginn á, þegar frá eru reiknaðar greiðslur eftir öðrum lögum. Ef þessar 200,000 kr. eru dregn- ar frá gjöldunum 1914, þá verða þau kr. 2,380,816.63 En tekjurnar vóru eins og eg nefndi áðan kr. 2,309,862.01 Mism. verður því kr. 70,954.62 Samkvæmt frv. til laga um sam- þykt á landsreikningunum fyrir árin 1912 og 1913 hefir hreinn tekjuaf- gangur eftir fjárhagstfmabilið 1912 —1913 orðið kr. 291,884,63 og ef maður hugsar sjer, að af þeirri upphæð yrði borgaður tekjuhallinn 1914, yrðu samt eftir kr. 220,930.01. Það er nú aðgætandi, að fyrst og fremst veit maður ekki, hvernig fjár- hagur landsins verður frdmvegis og svo er farið fram á fjárveitingu f (járaukalögum 1912—'13 og 1914 —1915, sem nemur samtals kr. 241,091.43 og ef það er dregið frá tekjuafganginum, sem er eftir reikningnum 1912—1913, þá verður tekjuhallinn kr. 20,063,42. í sambandi við þetta skal jeg leyfa mjer að gera örstutta grein fyrir verðbrjefaeign landssjóðs og skuldum, sem hann stóð í við áramótin síð- ustu. Jeg skal geta þess, að hjer er ekki talin vfxilskuld, sem landssjóð- ur var f við íslandsbanka, en hins vegar er ekki heldur jtalin inneign í banka í New York, en sú inneign er meiri en skuldin við íslandsbanka. Verður væntanlega innan skamms gerð grein fyrir störfum »VeIferðar- nefndarinnar*, er svo er nefnd, og í sambandi þar við verslunarráðstöfun- um landssjóðs vegna styrjaldarinnar miklu. Eg sný mjer þá að eignum þeim og skuldum, sem eg nefndi. Það eru þá fyrst eignir viðlagasjóðs: 1. Innritunarskírteini fyrir 3^/2% ríkisskuldabrjefum í veðbandi fyrir I. og III. flokki veðdeildar Lands- bankans kr. 225,000,00 2. Innritunarskfrteini fyrir 4% rfkisskuldabrjefum (( sama veðbandi) kr. 90,000,00 3. 4V2°/o bankavaxtabrjef af I. og II. flokki (í veðbandi fyrir III. fl. veðdeildar Landsb.) kr. n 0,000,00 4. Skuldabrjef sveitafjelaga og ein- stakra manna 3, 3V2, 4 og 41/2% kr. 1,480,057,93 Þetta verður samt. kr. 1,905,057,93 Þá eru næst verðbrjef keypt fyrir lánsfje: 1. Bankavaxtabrjef keypt fyrir lán- ið 1909 kr. 777,000,00 2. Bankavaxtabrjef keypt fyrir Ian- ið 1912 kr. 249,000,00 Samtals kr. 1,029,000,00 Öll verðbrjefaeignin verður þá kr. 2,931,657,93 Svo má hjer enn fremur telja eins konar hlutabrjef f Landsbankanum keypt 1. júH 1914 fyrir 100,000 kr. og loks hlutabrjef í Eimskipafjelagi íslands, svo að verðbrjefaeign lands- sjóðs er þá alls kr. 3,131,657,93 þá kem eg að hinum Iiðnum, skuld- um landssjóðs: 1. Lánið frá 1908 (4% vextir, af- borgast á 15 árum). Það var við síð- ustu áramót kr. 333,333,33 2 Lánið frá 26. júlí 1909 til kaupa á bankavaxtabréfum III. flokks (vextir 4^/2%, afborgast á 30 árum) kr. 1,225,000,00 3. Lánið frá 1. nóv. 1912 (4V2W0 vextir. Afborgast á 15 árum. Hafnar- lán Reykjavíkur) kr. 433,333,32 4. Lánið frá I. jan. 1913, tekið hjá Hfsábyrgðarstofnun danska ríkis- ins til kaupa á bankavaxtabréfum III. flokks (4lh°lo, afborgast á 30 árum) kr. 237,499,99 5. Lánið frá 1, nóv. 1913 til ritsímabygginga (vextir 4^/2% af- borgast á 30 árum) kr. 491,874,27 Skuldirnar verða þá samtals kr. 2,721,040,91 En eins og jeg gat um áðan, var verð- brjefaeign landssjóðs 3,131,657.93, svo að verðbrjefaeign landssjóðs fram yfir skuldir hefir numið við síðustu ára- mót kr. 410,617,02. Það verður þv( ekki sagt, að lands- sjóður eigi ekki fyrir skuldum, held- ur þvert á móti, því að hann á tölu- vert fram yfir skuldir. Þetta yfirlit yfir eignir og skuldir landssjóðs ( árslok 1914 verður lagt fram á skrifstofuna, og geta þing- menn kynt sjer það þar betur. Jeg sje svo ekki ástæðu til að orð- lengja meira að sinni. Aðeins skal jeg geta þess, að það er ástæða til að ætla, að tekjurnar verði nú nokk- uð minni en undanfarin ár vegna strlðsins, þv( að búast má við að töluvert minna verði flutt inn í land- ið af sumum vörutegundum en ( venjulegu árferði. Væri sjálfsagt á- stæða fyrir þingið að athuga það, þegar það gengur frá fjárlögunum. Utdráttur úr fyrirlestri hr. Fr. B. Arngrímssonar. Hr. Fr. B. Arngrímsson hjelt 15. þ. m. fyrirlestur þann, er auglýstur hafði verið í >N1.« io. þ. m. og síð- an á götunum 14. þ. m. um: *Hvern- ig á að sigra kuldann?< Aðeins örfáir menn voru viðstadd- ir, en ræðumaður ljet sig það ekki nryggja, a<5 áheyrendurnir voru fáir. Eftir nokkrar almennar athugasemd- ir um tilraunir sfnar fyrir 20 árum til að koma á raflýsing og rafhitun f Reykjavfk og um hitagildi og kostnað rafsegulaflsins, og ýmiskonar elds- neytis, einkum steinkola og svarðar, og um þörfina á að bæta upphitun f- veruhúsa á íslandi vegna heilsu og hagsmuna, sem rafhitunin gæti veitt og tryggt mönnum hjer eins og er- lendis. Sagði ræðumaður, að samkv. skýrslum, er út hefðu verið gefnar erlendis, hefði reynslan sýnt í Sví- þjóð, á Svisslandi, á Þýskalandi og í Lundúnum á Englandi síðan 1909, að rafaflið væri hin ódýrasta, handhæg- asta, hollasta og hættuminsta hitalind þegar á alt er litið, einkum þar sem ár eða fljót og fossar eða vindar væru notaðir til að ala rafaflið, eins og mætti með þolanlegum kostnaði hjer á Akureyri og annarstaðar hjer Norð- anlands. Með því að rafhita og raflýsa Ak- ureyrarkaupstað, gætu bæjarbúar spar- að ná). 60 þúsundum króna á hverju ári, reiknandi íbúatölu hans 2000 manns og ætlandi svo á að til hús- hitunar þurfi til jafnaðar syo nemi nál. 1V2 smálest af góðum steinkolum og V5 af steinolfufati, þ. e. 25 potta á mann á ári, en verð steinkola 35 til 40 krónur hverja smálest og á stein- olíu á 30 til 35 krónur fatið. En hvað ættu menn að gera til að sigra sumarkuldann og haflsinnr Hvernig væri mögulegt að sigra kuldann, ekki aðeins hjer á íslandi, heldur hvar sem væri í heimi og um léið að fyrirbyggja örbirgð og ýmsa kvilla og sjúkdóma, sem húskuldi og óhreint loft hafa ( för með sjer og sem stytta mörgum hundruðum hjer á landi, mörgum milHónum f útlöndum, árlega aldurr Þungamiðja málsins væri sú, sagði ræðumaður, að það vœri ekki 6- mögulegt að siffra kuldann. Það væri mögulegt fyrir hið samein- aða mannkyn að yfirvinna helstu örð- ugleika mannlífsins, þar á meðal kuld- ann, og það eins hjer norður við heimskautabaug og enn norðar eins og í tempruðu löndunum. Jafnvel hafísinn yrði að víkja fyrir áhrifum stórvirkja þeirra og vinnu- tækja, sem verkfræðingar heimsins gætu upphugsað og stjórnvitringar og auðmenn stórþjóðanna gætu látið fram- kvæma. Til þess að gera veðráttu íslands ,5 til 10 stigum hlýrri en hún er nú, * þyrfti ekki annað en að veita nokkru meiru af miðjarðar-straumi jarðarinn- ar (Golfstraumnum) hingað og það væri ekki óvinnandi verk. Það væri mögulegt með þv( að byggja öflugan straumbrjót fram af Orinoko-fljótsós- unum (( Suður-Ameríku) norður til Antille-eyjanna, h. u. b. 400 kilom. vegar; og eins meðvs því að grafa h. u. b. 500 m. breiðan og nægilega, segjum 50 m„ djúpan skurð þvert gegn- um eyna Cuba, og annan álíka breið- an og langan gegnum Floridu-skag- ann, báða frá suðri til norðurs. Þetta stórvirki mundi ekki alt sam- an þurfa að kosta yfir 60 millíarða króna, þ. e. aðeins helming þess fjár, sem strfðið hefir nú þegar kostað, nje vara lengur en h. u. b. 3 ár fyrir 2 millíónir manns, eða liðugt eitt ár fyr- ir 5 millíónir manna. — Setjum svo að 2 skurðir (eða göng) sjeu grafnir 500 m. breiðir hvor og 20 m. dýpri en hafflötur, annar gegn- um Florida-skagann, hinn gegn um Cuba, og að hraði miðjarðarstraums- ins ( Caribiska sjónum og Mexiko- flóanum sje h. u. b. 5 m. á sekúndu og meðalhiti hans þar 250 C, en aðeins io° C. er hann kemur hingað til íslands, þá gæti þessi straumur frá Florida og Cuba n.l. 100,000 tcningsmctrar sjávar á sekúndu með 10 stiga hita, brætt eins ferkilometra ísspöng, 1 metra þykka, á 80 sekúnd-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.